fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Heimur sem verður sífellt flóknari

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. júlí 2017 01:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar maður eldist finnst manni eins og tíminn líði hraðar og að heimurinn sé flóknari. Maður upplifir meiri ótta og óöryggi – sjálfsagt er það eitthvað sem má skýra með líkamsstarfseminni.

Ég fæddist 14 árum eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar, þetta var tími kalda stríðsins, kjarnorkuváin vofði yfir heiminum. Hin blóðuga tuttugasta öld var ekki nema rúmlega hálfnuð, en mesta ófriðarskeið hennar var þó afstaðið. En einhvern veginn fannst manni línur vera skýrari í þá daga.

Vandamál annars áratugs 21. aldarinnar virka hrikalega krefjandi og – að því maður óttast – óyfirstíganleg. Loftslagsbreytingar sem eru hraðari en nokkurn óraði fyrir, vaxandi misskipting auðs, fólksfjölgun, flóttamannastraumur, útrýming dýrategunda og eyðilegging náttúru, höf sem eru full af plasti, fjölónæmir sýklar, vélmenni sem taka störf af mönnum, tölvur sem verða greindari en við, yfirtaka fárra stórfyrirtækja á upplýsingamiðlun, framfarir í læknavísindum sem geta leitt til gífurlegrar heilsufarslegrar stéttaskiptingar – við gætum fengið yfirstétt sem væri nánast ódauðleg.

Það er merkilegt að leiðtogi voldugasta ríkis heims, Bandaríkjaforseti, minntist á ekkert af þessum málum í ræðu sem hann hélt í Póllandi á dögunum – þetta var helsta stefnuræðan sem hann hefur flutt á alþjóðavettvangi, boðskapur hans til alþjóðasamfélagsins. Hann fimbulfambaði eitthvað um endalok Vesturlanda en virtist algjörlega utanveltu hvað varðar raunverulegar ógnir sem steðja að mannkyni.

Ekkert af ofangreindum málum fær nokkra lausn nema með samstarfi þjóða, þau útheimta mikla og nána alþjóðasamvinnu.

Allt er þetta skelfing flókið. Maður verður sjálfsagt dauður áður en þessi framtíð gengur í garð með öllum sínum þunga, en börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin sitja uppi með þennan heim.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eiður og Vicente í KR
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“