fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Trjávana Reykjavík – mannfjöldi við Melavöllinn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. júlí 2017 03:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Þór Björnsson setti þessa mynd inn á vefinn Gamlar ljósmyndir og segir að hún sé tekin af Birni Björnssyni árið 1955. Myndin er greinilega tekin úr Hringbrautarblokkinni og hún sýnir mannfjölda á Melavelli. Á vefnum kemur fram sú tilgáta að þetta sé 17. júní, en þá var haldin síðdegisskemmtun með glímu og íþróttum á Melavellinum. Dagskráin var svofelld:

Kl. 15.30 Mótið sett: Erlendur Ó. Pétursson.
Sýningar og bændaglíma. Stjórnandi: Guðmundur Ágústsson. Glímumenn úr Ármanni og KR.
Frjálsar íþróttir: Keppt verður um bikar þann, sem forseti íslands gaf 17. júní 1954.
Knattspyrnukappleikur milli Austurbæjar og Vesturbæjar.3. aldursflokkur.
Leikstjóri: Jens Guðbjörnsson.
Kynnir: Kristján Ingólfsson.

Það er ýmislegt sem maður tekur eftir á þessari mynd. Þjóðminjasafnið er nýlega risið. Bílakosturinn er nokkuð gamaldags. Borgin er algjörlega trjávana. Það vantar grenilundinn á horni Hringbrautar og Suðurgötu, hann var farinn að spretta þegar ég óx upp í þessu hverfi nokkru síðar; Öskjuhlíðin er líka án trjágróðurs og sést greinilega í tankana uppi á henni. Þetta hefur líklega verið fremur kalt vor því Bláfjöllin eru enn snævi þakin.

Fremst á myndinni er blómabúðin sem enn er á horni Hringbrautar og Birkimels. Hún var í þessu húsnæði alveg fram á síðasta ár, nú er þarna risið nýtt og fallegt hús utan um reksturinn. Blómatorgið, eins og það heitir, tók til starfa þarna árið 1949, eigandinn var Sigurður Guðmundsson garðyrkjumaður, en áður mun hann hafa stundað torgsölu, meðal annars á Óðinstorgi. Það var Gunnar Thoroddsen borgarstjóri sem gaf leyfi fyrir því að þarna yrði sett upp blómabúð. Hún hefur þjónað Vesturbænum vel í hartnær 70 ár.

Lengi vel var þarna við hliðina á vinsæl sjoppa sem nefndist Birkiturninn. Þar var varningurinn seldur út í gegnum lúgu og oft mikil umferð þarna í kring. Nándin við Melavöllinn spillti ekki fyrir. Þessi hús má greina á ljósmynd sem ég birti hér á síðunni í fyrra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?