fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Eyjan

New York Times segist hafa tölvupósta frá Rússlandi til Trump

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 11. júlí 2017 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump og Hillary Clinton

Fyrrverandi viðskiptafélagi Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafði samband við Donald Trump yngri, son Bandaríkjaforseta, og bauð honum upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton. Þessi samskipti áttu sér stað með tölvupósti í byrjun júní árið 2016 þegar kosningabaráttan milli Clinton og Trump var komin á hápunktinn. Upplýsingarnar eiga að hafa komið frá háttsettum rússneskum embættismanni. Þetta fullyrðir bandaríska dagblaðið New York Times sem segist hafa tölvupóstana undir höndum.

Fyrsti tölvupósturinn kom frá Rob Goldstone, breskættuðum upplýsingafulltrúa sem kynntist Trump þegar sá síðarnefndi var að stunda viðskipti í Rússlandi. Sagðist hann vera með skilaboð frá Emin Agalarov, sem er vinsæll söngvari í Rússlandi, um að útvega Trump upplýsingar sem faðir Emin, rússneski auðjöfurinn Aras Agalarov hefði fengið frá ríkissaksóknara Rússlands sem gætu komið höggi á Clinton:

Emin var að hringja og bað mig um segja þér eitt mjög áhugavert. Ríkissaksóknari Rússlands hitti pabba hans í morgun og bauð honum upplýsingar sem gætu nýst kosningabaráttunni ykkar, opinber skjöl sem kæmu sér illa fyrir Hillary og samband hennar við Rússland, þetta gæti nýst pabba þínum. Þetta eru auðvitað mjög viðkvæmar upplýsingar en þetta er hluti af stuðningi Rússlands og rússneskra yfirvalda við Hr. Trump.

Ef marka má tölvupóstana kom þessi póstur Trump yngri ekkert á óvart og svaraði hann 3.júní 2016:

Ef þetta er það sem ég held, þá elska ég þetta, sérstaklega síðar í sumar.

Donald Trump sjálfur kom fram í tónlistarmyndbandi Emin sem kom út árið 2013.

Donald Trump yngri. Mynd/Twitter

9.júní, eftir frekari tölvupóstssamskipti, á Trump yngri svo að hafa fundað með Nataliu Veselnitskayu, lögmanni með tengsl við Kreml, Paul Manafort og Jared Kushner í Trump-turninum í New York. Þar eiga þeir að hafa þegið stuðning Rússlands við kosningabaráttu föður síns. Ekki er þó vitað hvaða upplýsingar þetta eiga að hafa verið, hvort þær hafi verið notaðar af kosningabaráttu Trump eða hvort þetta tengist á einhvern hátt upplýsingaleka Wikileaks. Trump yngri hefur svarað New York Times á Twitter, segir hann:

Fjölmiðlar og demókratar hafa rosa áhuga á þessari Rússa-sögu. Ef þessi bullfundur er það eina sem þeir hafa eftir heilt ár þá skil ég örvæntinguna!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“