Ástralski fréttamaðurinn Chris Uhlmann talar frá Hamborg og tekur fyrir framgöngu Donalds Trump á innan við tveimur og hálfri mínútu. Þetta er einstaklega gagnort hjá Uhlmann og hann hittir naglann á höfuðið. Trump er utanveltu, forsetadómur hans snýst eingöngu um frægð hans sjálfs, hann hefur í raun engan boðskap fram að færa, hann er ólæs á stjórnmálin. Hann átti tækifæri á fundinum, en nýtti þau ekki. Afleiðingin er hnignun Bandaríkjanna en á meðan nota ríki eins og Kína og Rússland tækifærið og styrkja stöðu sína. Uhlmann efast um að það sé gott fyrir heimsbyggðina.