Þetta er býsna áhugaverð skoðanakönnun sem gerð var af YouGov fyrir stuttu. Hún sýnir álit sem Evrópubúar í ýmsum löndum hafa á stjórnmálaleiðtogum. Þarna má til dæmis sjá að Angela Merkel og Emmanuel Macron eru vinsælli í Bretlandi en sjálf Theresa May.
Donald Trump er hvarvetna í litlu áliti og kemur ekki á óvart. Óvinsældir hans hafa haft talsverð áhrif á stjórnmálin í Evrópu, Vladimir Putin er hins vegar furðu vinsæll í Frakklandi og Þýskalandi. Merkilegt að sjá að Rússlandsforseti er meira virtur í Evrópulöndum en forsteti Bandaríkjanna.
Og svo sést að Macron nýtur meira álits en Merkel í Þýskalandi – nú styttist í kosningar þar í landi. En Merkel er vinsælli í Frakklandi en Macron!