Markaðsvirði Haga heldur áfram að hrynja og lækkaði það um 2,52% í gær í Kauphöllinni í gær. Gengi bréfa í Högum er nú 41,5, en þess má geta að virði bréfanna áður en Costco opnaði var 55.
Það þýðir að markaðvirði Haga, sem rekur Hagkaup og Bónus, hefur lækkað um 13 milljarða á tveimur mánuðum og er nú 47,8 milljarðar króna.