fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Lélegt úrval á Netflix

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. júlí 2017 16:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinur minn einn spurði hvort það væri virkilega svo að einungis níu barnamyndir með íslensku tali væri að finna á Netflix?

Ég svaraði:

Það sem eru stærstu tíðindin við Netflix er hvað fólk sættir sig við lítið og lélegt úrval, en er samt með þá tilfinningu að það sé í svaka góðu sambandi. En úrvalið er eins og í einni hillu á vídeóleigu á Bíldudal á tíma vhs.

Málið er að þetta er satt, eins og má lesa í þessari grein sem fjallar um úrvalið á efnisveitunum, þætti sem eru sýndir þar og detta svo út, flókin réttindamál – og svo að úrvalið var miklu meira þegar efnið var á áþreifanlegu formi.

Ein tillagan í greininni er að fólk eigi kannski ekki að flýta sér um of að henda diskunum sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“