fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

„Camper“ hryllingsmynd sumarsins

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. júlí 2017 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska hryllingsmynd sumarsins 2017 nánast skrifar sig sjálfa. Ungt ferðafólk kemur á „camper“ bifreið í nokkuð afskekkta sveit. Íbúarnir eru í fyrstu sæmilega vingjarnlegir, en þó má greina einhverja tortryggni.

„Camper“ fólkið leggur bifreið sinni í dalverpi. Það spilar háværa tónlist, flissar og hlær, striplast eitthvað – og gengur örna sinna.

Kúkar og skilur bæði saur og pappír eftir á víðavangi.

Íbúarnir fylgjast með í fjarska, verða mjög þungir á svipinn, tuða sín á milli, þegar unga fólkið fer í kaupfélagið til að kaupa samlokubrauð og ost í sneiðum, má skynja að viðmótið er orðið allmiklu fjandsamlegra. Eitthvað hefur farið úr skorðum.

Um nóttina hefst svo röð vofveiflegra atburða, byrjar með skrítnum hjóðum og því að bíllinn hristist, endar auðvitað í algjörum hryllingi.

Vilji einhver gera þessa mynd, má hann eiga hugmyndina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings