fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Verra en móðganir í garð fjölmiðlafólks

Egill Helgason
Sunnudaginn 2. júlí 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið rætt um tvít Donalds Trump og móðganir hans í garð fjölmiðlamanna. Og vissulega er þetta ömurlegt. Til dæmis myndi forsætisráðherra á Íslandi sem gerði lítið úr útliti fjölmiðlakonu og hvetti svo til ofbeldis gagnvart fjölmiðlafólki varla þurfa að kemba hærurnar í starfi. Það á við í flestum ríkjum Vestur-Evrópu.

En í Bandaríkjunum eru stjórnmálin orðin svo galin að slegin er skjaldborg um slíkan forseta.

Þetta eru þó í rauninni smámunir miðað við ýmislegt annað sem er á seyði í ríkisstjórn Bandaríkjana. Hér er eitt dæmi sem er svo slæmt að bandarískur vinur minn orðaði það svo að þetta væri svona eins og þremur gráðum frá fasisma.

Undir því yfirskini að safna upplýsingum um meint kosningasvik – sem virðast hvergi vera til nema í kolli forsetans – heimtar ríkisstjórnin að fá upplýsingar um kjósendur í hinum ýmsu ríkjum Bandaríkjanna. Það er farið fram á gögn um kosningahegðum, pólitíska skráningu, sakfellingar og feril í hernum, svo nokkuð sé nefnt.

Nokkur fjöldi ríkja hefur lýst því yfir að þau muni ekki senda þessi gögn – eða ekkert nema það sem opið er almenningi. Meðal þeirra eru Kalifornía, Connecticut, Alabama og Minnesota, en Delbert Hosemann, sem er repúblikani og ráðherra í Mississippi sagði í svari sínu að þeir geti „hoppað í Mexíkóflóa og Mississippi sé ágætur staður til að stökkva út af“.

En það þykir til marks um tilganginn með þessu brölti að forystumaður í nefndinni sem á að kanna hið meinta kosningasvindl er Kris Kolbach, repúblikani frá Kansas, sem er frægur fyrir að koma í veg fyrir að fátækt fólk og þeir sem tilheyra jaðarhópum nái að nota atkvæði sín – og hefur beitt ýmsum aðferðum til þess í hinu íhaldssama ríki Kansas.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“