fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Glæsilegt hús stuttu fyrir niðurrif

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. júní 2017 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er einhver besta ljósmynd sem ég hef séð af Uppsölum, stóra timburhúsinu sem stóð á horni Aðalstrætis og Túngötu. Það var rifið 1969, þá var í gildi skipulag sem gerði ráð fyrir að bílagötur færu yfir nánast alla Miðborgina. Það voru örfá hús sem áttu að fá að standa.

Nú er enn deilt um einkabílinn í Reykjavík, en á þessum árum var stefnan sú að hann ætti að ríkja einn, æðri öllu.

Við sjáum að Uppsalir eru orðnir býsna hrörlegir á myndinni og svo var um mestalla timburhúsabyggðina í Reykjavík. Húsin grotnuðu niður, voru rifin og sum brunnu. Þeim var ekki ætluð nein framtíð. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar að vaknaði hreyfing um að bjarga Bernhöftstorfunni og Grjótaþorpinu.

Ég man eftir raftækjaverslun á fyrstu hæðinni á Uppsölum, en fyrir mitt minni mun hafa verið espressobar þar í kjallaranum, líklega fyrsti staðurinn sem seldi ítalskt kaffi á Íslandi.

 

 

Nafnið Uppsalir lifir enn í endurbyggðum húsum á horninu. Þar er vínstúka sem heitir þessu nafni. Þegar farið var út í að byggja þarna var það gert í blöndu af gömlum og nýjum stíl. Húsið sem reis minnir á Uppsali og þá sérstaklega turninn. Við getum sagt að þetta sé tilvitnun. Við getum svo deilt um hversu vel heppnað þetta er eða hvort hefði verið ráð að fara nær útliti gamla hússins?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“