fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Eyjan

Víðtæk tölvuárás í Úkraínu, Rússlandi og annars staðar í Evrópu

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 28. júní 2017 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/EPA

Eftir Björn Bjarnason:

Með víðtækri árás síðdegis þriðjudaginn 27. júní tókst tölvuþrjótum að lama fyrirtæki, flugvelli, banka og stjórnarskrifstofur í Úkraínu. Tölvuþrjótarnir réðust síðan á kerfi annars staðar í Evrópu meðal annars Rosneft-olíufélagið í Rússlandi og Maersk-skipafélagið í Kaupmannahöfn.

Talið er að 80 fyrirtæki í Rússlandi og Úkraínu hafi orðið fyrir barðinu á vírusnum Petja, gíslatökuforriti sem lokar tölvukerfum og hafnar óskum að þau séu opnuð að nýju nema greitt sé „lausnarfé“, oft himinhátt.

Stjórnarskrifstofur Úkraínu gátu ekki varist tölvuárásinni sem einnig var gerð á seðlabanka landsins, ríkisrekna flugvélasmiðju, flugvöllinn í Kænugarði og jarðlestakerfi borgarinnar sem lamaðist.

Þjóðaröryggisráð Úkraínu telur að sjá megi merki um aðild Rússa að árásinni.

Auglýsingafyrirtækið WPP í Bretlandi sagðist einnig hafa orðið fyrir tölvuárás og í Hollandi tilkynnti stórt skipafélag að tölvukerfi þess væri í lamasessi.

Árásin er gerð fáeinum vikum eftir að WannyCry forrit var notað til árása í meira en 150 löndum og lamaði hluta af breska heilbrigðiskerfinu.

Bandarískir og breskir sérfræðingar telja að árásina sem gerð var í maí megi rekja til Norður-Kóreu. Enn er óljóst hver stóð að baki árásinni 27. júní.

Danska skipafélagið Maersk sem hefur starfstöðvar um heim allan sagði að mörgum þeirra hefði verið lokað eftir tölvuárásina.

Birtist upphaflega á vefsíðu Varðbergs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún: Ekki að reyna að búa til nýjan Sjálfstæðisflokk – bara minna á fyrir hvað hann hefur alltaf staðið

Þórdís Kolbrún: Ekki að reyna að búa til nýjan Sjálfstæðisflokk – bara minna á fyrir hvað hann hefur alltaf staðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?