fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Fyrrverandi forsetaframbjóðandi verður sendiherra á heimskautinu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. júní 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ber vott um að Frakkar sýna málefnum heimskautanna mikinn áhuga að Ségolene Royal hefur verið skipuð sendiherra heimskautasvæðanna, Norðurpólsins og Suðurpólsins. Royal var forsetaframbjóðandi í kosningunum 2007, tapaði þá fyrir Sarkozy. Hún hefur einnig verið umhverfisráðherra í Frakklandi – það er núorðið eitt áhrifamesta ráðuneytið þar í landi, sett til jafns og fjármála- og utanríkisráðuneyti.

Áður hefur gengt þessu embætti Michel Rocard, sem var fyrrverandi forsætisráðherra, einn áhrifamesti og mest heillandi stjórnmálamaður í Frakklandi, leiftrandi gáfumaður sem margir töldu að hefði með réttu átt að verða forseti. Rocard kom nokkrum sinnum til Íslands vegna þessa starfs síns. Hann lagði áherslu á friðsama og umhverfisvæna nýtingu Norðurheimskautsins – í anda sáttmálans sem gerður var um Suðurheimskautið á sínum tíma.

Því miður er hætta á að hlutirnir þróist í þveröfuga átt, að heimskautin verði vettvangur aukinnar hervæðingar, að skammsýn græðgi ráði ferð við nýtingu auðlinda þar og mikil spjöll fylgi því þegar ísinn hopar.

Hér má sjá viðtal við Michel Rocard úr Silfri Egils frá 2012

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings