fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Hefði mátt lækka laun ríkisendurskoðandans?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. júní 2017 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svo með almenna launþega að þeir verða voða sjaldan fyrir „afturvirkni“ – þ.e. að komist sé að þeirri niðurstöðu að launin þeirra séu svo léleg að þurfi að leiðrétta þau langt aftur í tímann.

Launamenn fá sjaldnast það sem kallast „eingreiðsla“. Þeir fá hana sem hafa búið við alltof lök kjör um langt skeið – í mörgum tilvikum háttsettir embættismenn. Það hlýtur að vera gaman að fá „eingreiðslu upp á 4,7 milljónir eins og ríkisendurskoðanda hlotnaðist.

Fyrir það er til dæmis hægt að kaupa nýjan bíl eða fara í heimsreisu. Fyrir venjulegt fólk væri þetta eins og að vinna í lottói, en þar eru sigurlíkur sannarlega minni.

Það er Kjararáð sem kemst að slíkum niðurstöðum – og oft hafa menn furðað sig á úrskurðum þess. Verkalýðshreyfingin kvartar sáran og talar um „brostnar forsendur kjarasamninga“. En svo verður yfirleitt ekki neitt úr neinu hjá verkó – alþýðuforingjarnir gefa frá sér hljóð en svo þagnar það.

Ein réttlætingin fyrir úrskurðum Kjararáðs er sú að það sé verið að jafna kjör miðað við það sem gengur og gerist hjá þeim sem gegna „sambærilegum störfum“ á einkamarkaði. En er þá nokkurn tíma spurt um frammistöðu í starfi? Þeir sem vinna hjá einkafyrirtækjum eiga á hættu að missa vinnuna ef þeir standa sig ekki.

Við getum til dæmis tekið ríkisendurskoðandann sem fékk háu eingreiðsluna. Stofnun hans varð nýlega uppvís að ótrúlegu fúski þegar hún var fengin til að meta svik í bótakerfinu. Niðurstöður Ríkisendurskoðunar voru upptakturinn að mikilli umræðu um svindl og svínarí meðal bótaþega. En svo var farið að athuga nánar og Kastljós upplýsti að skýrslan var lausleg þýðing á danskri skoðanakönnun.

Hefði máske mátt lækka ríkisendurskoðandann í launum í ljósi þessa?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“