fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Upptaktur fyrir borgarstjórnarkosningar

Egill Helgason
Mánudaginn 26. júní 2017 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er farið að örla á því að sveitarstjórnarkosningar á næsta ári setji mark sitt á stjórnmálin. Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði mistókst að koma í gegn hugmyndum um tvö ný knatthús í hinum mikla íþróttabæ Hafnarfirði, þar virðist sportið vera upphaf og endir tilverunnar.

Og Bjarni Benediktsson setur ofan í við samstarfsflokkana í ríkisstjórn vegna Reykjavíkurflugvallar. Þetta kemur í framhaldi af yfirlýsingum Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra um bæði Reykjavíkurflugvöll og uppbyggingu stofnbrauta í Reykjavík. Í síðara málinu nýtur hann atfylgis vegamálastjóra – sem er kominn í stríð við borgarstjórnina í Reykjavík.

Það dylst engum hvar Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að marka sér stöðu í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram næsta vor. Og líklega verður Framsóknarflokkurinn á svipuðu róli. Það verður lögð áhersla á greiðari bílaumferð og að flugvöllurinn fari ekki.

Það er svo spurning hvaða árangur verður af þessu, skoðanakannanir um fylgi í borginni eru merkilega stöðugar, það eina sem gerist er að fylgi hreyfist innan meirihlutans. Ég hef áður skrifað að Vinstri græn ættu að geta náð borgarstjóraembættinu í fyrsta sinn – ef þau kæra sig um.

Staða Bjartrar framtíðar – og um leið Viðreisnar – er dálítið einkennileg. BF situr í meirihluta í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi, en teikn eru á lofti um að fylgið hrynji í kosningunum. BF er undir áhrifum frá gnarrismanum í borgarstjórn – Óttarr Proppé, formaður flokksins, var nánasti samstarfsmaður Jóns Gnarr í borgarstjórninni. Og BF hefur starfað með Degi B. Eggertssyni í borginni síðustu sjö árin.

Í skipulagsmálum, sem verða líklega helsti ásteytingarsteinninn í kosningunum, er BF (og hluti af Viðreisn) semsagt á línu meirihlutans í borginni, þ.e. þétting byggðar, flugvöllurinn burt, áhersla á aðra samgöngumáta en einkabílinn. Stórar yfirlýsingar ráðherra Sjálfstæðisflokksins um þessi mál eru óþægilegar fyrir samstarfsflokkana sem eiga þegar undir högg að sækja.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“