Bækur geta farið víða og átt sitt eigið líf. Einu sinni fann ég bók eftir íslenskan höfund í fornbókaverslun í París. Hún var árituð til erlends manns sem höfundurinn hafði hitt í borginni á sjöunda áratugnum. Ég sá hins vegar ekki betur en að viðtakandinn hefði farið beint á fornbókasölu og losað sig við hana. Ég ákvað að láta hana vera, kannski er íslenska bókin – hún var á íslensku – enn þarna í hillu eða kannski hefur hún farið í ferðalag.
Í gær sá ég þessa bók á grísku veitingahúsi, í bókahillu þar sem ægir saman alls kyns bókmenntum sem ferðamenn hafa skilið eftir. Þetta er Eyland eftir Sigríði Hagalín. Ég tek fram að ég skildi bókina ekki eftir þarna, en erlendum vini mínum fannst merkilegt að aftan á bókinni væri tilvitnun í mig. Ég hirti ekki um að segja honum að það væri ekkert sérstakt til að verða upprifinn yfir.
Kannski gefur sá sem átti bókina sig fram. Ég get þess að af því að handfjaltla bókina tel ég að hún hafi verið lesin að minnsta kosti einu sinni.