fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Sigga Hagalín á grísku veitingahúsi

Egill Helgason
Mánudaginn 26. júní 2017 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bækur geta farið víða og átt sitt eigið líf. Einu sinni fann ég bók eftir íslenskan höfund í fornbókaverslun í París. Hún var árituð til erlends manns sem höfundurinn hafði hitt í borginni á sjöunda áratugnum. Ég sá hins vegar ekki betur en að viðtakandinn hefði farið beint á fornbókasölu og losað sig við hana. Ég ákvað að láta hana vera, kannski er íslenska bókin – hún var á íslensku – enn þarna í hillu eða kannski hefur hún farið í ferðalag.

Í gær sá ég þessa bók á grísku veitingahúsi, í bókahillu þar sem ægir saman alls kyns bókmenntum sem ferðamenn hafa skilið eftir. Þetta er Eyland eftir Sigríði Hagalín. Ég tek fram að ég skildi bókina ekki eftir þarna, en erlendum vini mínum fannst merkilegt að aftan á bókinni væri tilvitnun í mig. Ég hirti ekki um að segja honum að það væri ekkert sérstakt til að verða upprifinn yfir.

Kannski gefur sá sem átti bókina sig fram. Ég get þess að af því að handfjaltla bókina tel ég að hún hafi verið lesin að minnsta kosti einu sinni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“