DV birtir þessar myndir frá sýningu Þrándar Þórarinssonar. Hann málar í klassískum stíl, teflir saman nýjum og gömlum tíma, en skellir inn í myndirnar sínar ögrandi hugmyndum sem fá mann til að sjá hlutina í óvæntu samhengi.
Ég er í útlöndum og næ ekki að fara á sýninguna – ef ég væri heima myndi ég fara. Ljósmyndirnar eru eftir Sigtrygg Ara – við sjáum lunda á Laugaveginum, tilbrigði við þekktan banka með Perluna í baksýn og svo hrægamma sem kroppa bein í súðarherbergi – þar mun vera tilvísun í þekkt fjármálafyrirtæki.
´