Mikill viðbúnaður er nú í byggðunum á ströndum Uumanaq-fjarðanna vegna ótta við að fleiri flóðbylgjur fari á land. Allir íbúar í þorpinu Niaqornat hafa verið fluttir á brott. Þar búa um 50 manns. Íbúar í Illorsuit hafa sömuleiðis verið fluttir á brott.
Fjögurra er enn saknað eftir að flóðbylgja skall á Nuugaatsiaq-þorpinu en þaðan voru allir íbúar fluttir burt á sunnudagsmorgun.
Geysimikil berghlaup úr fjallshlíðunum við Uummanaq-firðina er ástæða flóðbylgjanna sem skullu á ströndum þar í fyrrakvöld og fyrrinótt. Myndband hefur verið birt sem sýnir að heilu fjallshlíðarnar hafa hrunið í hafið.
Ulorianaq
Posted by Kunuunnguaq Geisler on 18. júní 2017
Íbúum í öðrum þorpum er ráðlagt að fylgjast grannt með yfirborði sjávar og flýja á hærri staði ef sírenur fara í gang sem gera aðvart um að flóðbylgja sé á leiðinni.
Dönsku varðskipin Vædderen og Ejnar Mikkelsen hafa bæði tekið þátt með þyrlum í því að flytja íbúa þorpanna á brott til Uummannaq og Aasiaat. Vædderen mun að þessu loknu halda að þeim slóðum þar sem berghlaupin hafa orðið til að fylgjast með fjallshlíðunum og gera viðvart ef hrun verður á ný.
Bæði Vædderen og Ejnar Mikkelsen eru Íslendingum að góðu kunn þar sem skipin koma oft til Reykjavíkur.
Sjá einnig:
Jarðskálfti og flóð á Grænlandi: Óstaðfestar fréttir um látna.
Íslendingar ætla að hjálpa Grænlendingum.