fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

Síðasti leiðtoginn sem mundi hörmungar heimsstyrjaldarinnar

Egill Helgason
Föstudaginn 16. júní 2017 17:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Helmut Kohl tók við embætti kanslara Vestur-Þýskalands 1982 var ekki búist við miklu. Hann þótti frekar stirðbusalegur og seinn að hugsa miðað við hina leiftrandi forvera sína, Willy Brandt og Helmut Schmidt. Það átti enginn von á að Kohl myndi sitja í sextán ár – kannski fulllengi – og verða sá kanslari sem hefur setið lengst ef undan er skilinn sjálfur Bismarck.

Kohl er síðastur leiðtoga Evrópu sem fellur frá og mundi síðari heimsstyrjöldina. Þetta mótaði allan feril Kohls og gerði hann að eindregnum Evrópusinna. Hann var unglingur þegar hann var boðaður í herinn 1945 en slapp við að þurfa að berjast, þakkaði það þeirri náð að hafa fæðst seint. Gnade der späten Geburt – voru orð hans. Heimabær hans, Ludwigshafen í Rínarlöndum, var sprengdur í tætlur í stríðinu.

Einn kjarninn í stefnu Kohls var náið samband við Frakkland og þeir Francois Mitterrand bundust vinarböndum, þótt þeir kæmu úr ólíkum stjórnmálahreyfingum. Kohl var kaþólskur og var í flokki Kristilegra demókrata. Þeir voru sérstakir saman, Kohl var 1.93 á hæð og þrekinn, Mitterrand var pínulítill, mjór og veiklulegur. Nú vona margir að aftur verði hægt að endurvekja samband Þýskalands og Frakklands eins og það var á þessum tíma.

Stærsta stund Kohls var sameining þýsku ríkjanna. Hann varð kanslari sameinaðs Þýskalands. Margir töldu að óráð væri að sameina ríkin svo hratt, en Kohl skildi að ekki var hægt að bíða. Sameiningin varð innan við ári eftir að Múrinn féll.

Tilkynnt var um lát Helmuts Kohl í dag. Hann var 87 ára.

 

Francois Mitterrand og Helmut Kohl haldast í hendur í Verdun þar sem Frakkar og Þjóðverjar börðust í fyrri heimsstyrjöldinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings