fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Vendipunktur í rannsókninni á tengslum Trump við Rússland – Trump tekinn til rannsóknar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. júní 2017 06:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Robert Mueller, sem stýrir rannsókn á hvort Rússar hafi blandað sér í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og hugsanlegum tengslum starfsmanna Donald Trump við Rússa, mun á næstunni yfirheyra háttsetta starfsmenn bandarískra leyniþjónustustofnana að sögn Washington Post. Blaðið segir að rannsókn Mueller beinist nú einnig að hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í tengslum við rannsókn málsins. Mueller hefur þar með aukið umfang rannsóknarinnar en fram að þessu hafði hún ekki beinst að Trump.

James Comey, fyrrum forstjóri FBI, sagði í yfirheyrslum fyrir nefnd öldungadeildarinnar í síðustu viku að hann teldi að honum hefði verið vikið úr starfi vegna rannsóknar FBI á hugsanlegum tengslum framboðs Trump við Rússa. Hann sagðist einnig hafa sagt Trump í janúar að forsetinn væri ekki til rannsóknar.

Washington Post hefur eftir fimm heimildarmönnum að það hafi hins vegar breyst eftir að Trump rak Comey úr starfi. Blaðið segir að Mueller muni hugsanlega yfirheyra lykilvitni í næstu viku um hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.

Talsmaður Trump svaraði þessum fréttaflutningi Washington Post með því að segja að leki á upplýsingum frá FBI í málum er varða forsetann væri hneykslanlegur, óafsakanlegur og ólögmætur.

Mueller, sem er fyrrum forstjóri FBI, var í maí falið að rannsaka hin meintu tengsl forsetaframboðs Trump við Rússa. Fjórar þingnefndir eru einnig að rannsaka málið. Nú virðist sem umfang rannsóknar Mueller sé að aukast en hann hefur frjálsar hendur um að rannsaka allt það sem hann telur máli skipta og tengist þessu hitamáli.

Mueller og samstarfsfólk hans er einnig að rannsaka hvort starfsmenn framboðs Trump hafi gerst sekir um efnahagsbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka