fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

Þurfa endilega að vera alpahúfur?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. júní 2017 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er deilt um vopnaburð lögreglu á útisamkomum. Líklega er þetta eitthvað tímabundið, því ef það á að verða regla að vopnaðir lögreglumenn séu við gæslu á slíkum hátíðum þarf væntanlega að fjölga verulega í lögregluliðinu og vopnvæða það. Að minnsta kosti gæti gæti skortur á vopnum farið að segja til sín á útihátíðum sumarsins. Þær eru ansi margar, nú næstu daga er 17. júní, Secret Solstice og koll af kolli.

Það er hægt að fabúlera um hvort hryðjuverk séu sennileg á Íslandi. Það eru þau ekki, við erum örþjóð – með íbúatölu meðalborgar í Evrópu. Meðal okkar er ekki mikið af einstaklingum sem passa við mynd hryðjuverkamanna í Evrópu – annarar eða þriðju kynslóðar innflytjendur sem eru utanveltu við samfélagið og dragast að öfgafullum íslamisma. Víða erlendis er þetta nokkur fjöldi.

Svo er spurning um fælingarmátt vopnaðrar lögreglu, er hann einhver? Skapar þetta öryggistilfinningu eða vekur óöryggi? Á þetta að vera til frambúðar? Auðvitað er ekki hægt að útiloka að einhver Anders Breivik eða Khurram Butt spretti upp meðal okkar – en það eru svo margir hlutir í lífinu sem ekki er hægt að útiloka.

Það er dálítið ankanalegt að sjá íslenska ráðherra láta draga sig til fundar í sprengjubyrgi á Keflavíkurflugvelli. Einhver hlýtur að hafa komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri nauðsynlegt – er þá hvergi hægt að vera óhultur fyrir hlerunum í íslenska stjórnkerfinu? Hefði einhver ástæðu til að hlera?

Eða var þetta kannski bara táknrænt? Hver fann upp á þessu? Ríkislögreglustjóri?

Það er náttúrlega ýmislegt varðandi öryggi landsins sem þarf að ræða – og líklega margt brýnna en hryðjuverk. Netöryggi er nokkuð sem allar þjóðir þurfa að huga að og varnir gegn skæðum smitsjúkdómum. En hér á Íslandi eru líka hlutir sem þarf sérstaklega að huga að, eins og líkur á stóru eldgosi í t.d. Bárðarbungu ellegar möguleiki á að stórt skemmtiferðaskip lendi í vandræðum eða jafnvel farist í hafinu fyrir norðan okkur. Slíkar skipaferðir verða æ algengari og kalla á viðbúnað sem er varla til staðar.

Svo hafa menn líka séð spaugilegu hliðina á þessu, og ekki bara ráðherrunum í sprengjubyrginu. Bragi Valdimar Skúlason segir á Facebook að það sé sök sér með vopnin en spyr hvort þurfi endilega að vera alpahúfur.

 

 

Hermann Sigurðsson lagar ljósmyndina og setur víkingahjálma á sveitina – þar er náttúrlega eðlilegra samræmi við nafnið Víkingasveitin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna