fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

Okrað á okkur í langan tíma

Egill Helgason
Laugardaginn 10. júní 2017 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Costco kemur á markað á Íslandi, tekur til sín mikið af veltu í matvöruverslun og bensínsölu. Stóru íslensku aðilarnir á þessum markaði bregðast við með því að þjappa sér saman. Hagar kaupa Olís og N1 kaupir Festi sem rekur meðal annars Krónuna og Elko.

Costco áhrifin eru slík að maður sér ekki annað en að þessi fyrirtæki verði að lækka verð hjá sér. Samkeppni hér hefur verið í algjöru skötulíki. Einkenni hennar hefur verið að ein búð fær að hafa lægsta verðið, sú næsta er ögn dýrari, svo koll af kolli þar sem komið er upp í rándýrustu búðir. Bónus er aðeins ódýrari en Krónan sem er ódýrari en Hagkaup. Menn hafa gætt þess að hrófla ekki við þessu.

Á olíumarkaðnum hefur samkeppnin falist í því að hreyfa verðið ögn á litlu bili sem er stranglega afmarkað. Frá því hefur ekki verið brugðið.

Lesandi síðunnar sem þekkir vel til í verslun sendi eftirfarandi línur:

Það er komin forsenda fyrir byltingu í verðlagsmálum á Íslandi. Nú geta dagvörukaupmenn á horninu keypt margar vörur á miklu lægra verði en heildsalar og framleiðendur bjóða þeim í dag og einnig lægra en verðið er þar sem margir þeirra gera sín innkaup, semsagt í Bónus.

Nú lenda heildsalar og sumir framleiendur í vanda. Hingað til hafa þeir verið neyddir með alls konar hótunum að veita einokunarfélögunum (fákeppni) ósanngjarna risaafslætti sem hafa svo, til að skila hagnaði,  leitt af sér  óeðlilega hátt verði til allra annara.

Sem stendur geta bara kaupmenn á Stór-Reykjavíkursvæðinu nýtt sér þennan kost með góðu móti. Það ber að hvetja fyrirtækið Costco að bjóða uppá netverslun eða heimsendingaþónustu svo sem flestir geti tekið þátt í veislunni.

Tveir aðal fjölmiðlarnir, Fréttablaðið og Morgunblaðið, hafa lítið farið út í greiningar á stöðunni enda báðir aðilar hagsmundatengdir, annars vegar Jón Ásgeir og hins vegar kvótakonan í Vestmannaeyjum sem hefur gert stórinnkaup á heildsölum og framleiðslufyrirtækjum í dagvöru. En þar sem menn hafa gert sínar greiningar, t.d.  hjá FÍB, er útkoman sú sama, nefnilega að það hefur verið okrað á okkur í langan tíma. Þetta getur leitt til enn minni verðbólgu og þar með betri kjara á verðtryggðu lánunum. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna