fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Bjarni segir slakt gengi í skoðanakönnunum ekki áhyggjuefni

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 9. júní 2017 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Björn Ingi Hrafnsson þáttarstjórnandi Eyjunnar.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist hafa annað auga á skoðanakönnunum en það er ekki mat hans að slakt gengi samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafi áhrif á samstarfið. Þetta kemur fram í síðasta Eyjuþætti vetrarins sem sýndur var í gær á ÍNN.

Hann er ekki sammála því að samstarf við Sjálfstæðisflokks sé eitthvað reynist flokkum hættulegt heldur sé það frekar áskorun fyrir litla flokka að viðhalda sér og sækja fylgi. Meiri kröfur séu gerðar til flokka sem starfi í ríkisstjórn og eru að hans mati að færa stuðning sinn milli flokka til að setja þrýsting á stjórnarflokkana.

Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var við völd gekk Bjarni hart fram í gagnrýni sinni og notaði oft skoðanakannanir máli sínu til stuðnings en um þann tíma segir hann:

Það var bara svo margt að á þeim tíma, mér fannst öllu ægja saman. Það voru ekki bara kannanir, hún var í þessari kattarsmölun sinni, menn að segja sig úr þingflokkum stjórnarflokkanna, stöðugleikasáttmálinn var tekinn og tættur í sig. Það var bara svo margt.

Ummælin sem þú viðhafðir um að skipta þyrfti um lyklavöld í forsætisráðuneytinu vegna skoðanakannana, þau eiga ekki við núna?

Ég tíndi það til sem ein sérstök viðbótarrök, ofan á allt hitt,

segir Bjarni.

Um samstarfið við Viðreisn sem inniheldur marga sem klufu sig úr Sjálfstæðisflokknum segir Bjarni að hann skilji vel að margir flokksmenn hans hafi orðið sárir við þann klofning og hann hafi verið einn þeirra. Sú spenna sem hafi verið milli flokkanna hafi átt þátt í því að hann sleit fyrstu stjórnarmyndunarviðræðunum við Viðreisn og Bjarta framtíð.

Tíminn læknar öll sár og Bjarni segir að það hafi verið ábyrgðarmál að ná málamiðlun og hann segist mjög sáttur við stjórnarsáttmálann. Einhverjir þingmenn úr flokki hans hafa komið að máli við hann og sagt að samstarfið gangi framar vonum og engin úlfúð sé lengur milli Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar.

Hér má sjá Eyjuna í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“