fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Eyjan

Trump krafðist fullrar hollustu af hálfu forstjóra FBI: Neitaði samneyti við rússneskar vændiskonur

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 7. júní 2017 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trump og Comey á hljóðskrafi. Mynd: Getty.

James Comey fyrrum forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI fullyrðir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi beðið sig um að leggja til hliðar rannsókn FBI á störfum Michaels Flynn fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa forsetans. Donald Trump mun einnig hafa farið fram á að forstjóri FBI sýndi sér fulla hollustu í störfum sínum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skriflegri greinargerð Comey sem birt var í kvöld. Á morgun á hann að mæta sem vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Þar mun Comey meðal annars verða spurður um vitneskju sína um hugsanleg tengsl Trump og starfsliðs hans við yfirvöld í Rússlandi. 

Það var öldungadeildin sjálf sem birti greinargerð Comey á netinu. Hana má lesa hér. 

Í skjalinu lýsir Comey fimm skiptum þar sem hann hitti forsetann í eigin persónu eða talaði við hann í síma á tímabilinu frá 6. janúar til 11. apríl á þessu ári.

Fyrrum forstjóri FBI lýsir meðal annars kvöldverði sem hann naut með Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu 27. janúar. Trump hafði boðið Comey til sín og þeir sátu í einrúmi nema þegar þjónar báru þeim mat og drykki. Þar segir Comey að Trump hafi spurt sig beint hvort hann vildi halda áfram í stöðu sinni sem forstjóri FBI.

Comey segir að spurningin hafi komið sér á óvart þar sem forsetinn hafði áður sagt eftir að hann tók við embætti að hann vildi að FBI forstjórinn yrði áfram í embætti og Comey svarað þá að hann hygðist starfa áfram undir Trump.

Ég þarfnast hollustu, ég vænti hollustu,

mun Trump hafa sagt við Comey.

James Comey fyrrum forstjóri FBI. Mynd: EPA.

Ég hvorki bærði á mér, talaði né breytti svipbrigðum á nokkurn hátt í þeirri undarlegu þögn sem fylgdi þessu. Við störðum einfaldlega þögulir á hvorn annan.

Samræður okkar héldu síðan áfram en hann kom aftur inn á þetta þegar leið að lokum málsverðarins,

skrifar Comey í greinargerð sinni. Þá sagði Comey við forsetann að hann gæti ávallt treyst því að hann kæmi fram við Trump af hreinskilni.

Það er þetta sem ég vil: heiðarlega hollustu,

svaraði Trump.

Ég þagði smá stund og svaraði svo: „Ég mun veita þér hana.“ En eins og ég skrifaði í minnisblaði sem ég gerði strax að loknum málsverðinum þá er mögulegt að við hefðum lagt ólíkan skilning í hugtakið „heiðarlega hollustu“ en ég komst að þeirri niðurstöðu að það hefði ekkert upp á sig að fara nánar út í það þarna,

skrifar Comey.

James Comey segir einnig frá því að hann hafi rætt við Trump í síma 30. mars. Þar hafi Trump lýst rannsókninni á Rússlandstengslunum sem „skýi“ sem hamlaði möguleikum hans til að vinna fyrir hönd þjóðarinnar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Hann [Trump] sagði að hann hefði ekkert haft með Rússland að gera, hann hefði ekki haft samneyti við vændiskonur í Rússlandi og að hann hefði ávallt gengið út frá því að allt sem hann gerði í Rússlandi væri tekið upp [af njósnurum Rússa]. Hann spurði hvað við gætum gert til að „aflétta skýinu.“ Ég svaraði með því að segja að við værum að vinna að rannsókn málsins eins hratt og okkur væri auðið, og það yrði til mikilla hagsbóta ef við fyndum ekkert,

skrifar Comey.

Eins og fyrr var greint á Comey að mæta fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Mikil spenna ríkir fyrir þessa yfirheyrslu. Það verður í fyrsta sinn sem Comey tjáir sig opinberlega eftir að Trump rak hann úr embætti 9. maí. Talið er að mikil áhersla verði lögð í yfirheyrslunni á að draga fram hvort Comey telji að forsetinn hafi reynt að þvinga sig til að hætta rannsóknum á hugsanlegum tengslum við rússnesk stjórnvöld.

Þar verður einnig efalítið komið inn á mál Michaels Flynn öryggisráðgjafa forsetans sem hrökklaðist úr embætti eftir aðeins þrjár vikur. Flynn varð uppvís að því að hafa sagt Mike Pence ósatt um viðræður sem hann hafði átt við sendiherra Rússlands í Washington. Það var alvarlegt brot því Flynn var um þriggja vikna skeið í stöðu þar sem hann hafði aðgang að best varðveittu þjóðaröryggisleyndarmálum Bandaríkjanna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?