fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Breska sorpressan fer hamförum á kjördag

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. júní 2017 23:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er ekki sérlega uppbyggileg gula pressan í Bretlandi, en hún hefur óneitanlega áhrif. Upplag The Sun er reyndar loks komið niður fyrir 2 milljónir á dag, en þessi blöð þrauka furðu vel þrátt fyrir framrás internetsins. Það er ekki vegna þess að þau séu svo góð, það eru þau ekki. Þau höfða einatt til fordóma lesenda og lægstu hvata þeirra. Það er ekki út í hött að kalla þetta sorppressu. En á móti kemur að sorpið er líka út um allt á internetinu og að sumu leyti erfiðara að varast það. Sjónarmið sem varla komu fyrir augu almennings hér áður fyrr þykja nánast orðin góð og gild. Það er sorgleg þróun.

En svona taka götublöðin The Sun og Daily Mirror á málunum þegar rennur upp kjördagur í Bretlandi. The Sun sýnir Jeremy Corbyn ofan í ruslatunnu og segir að hann sé vinur hryðjuverkamanna, óvinur viðskipta, leikbrúða verkalýðsfélaga, gagnslaus í Brexit, marxískur öfgamaður og vilji opna allar gáttir fyrir innflytjendum.

 

 

Daily Mirror birtir hroðalega ljóta mynd af Theresu May – þar sem er sérstaklega passað upp á að sýna munnsvipinn hennar. Fyrirsögnin er Lygar, bölvaðar lygar og Theresa May. Og svo stendur: Ásjóna óttans, í dag er dagurinn þegar gefst tækifæri til að losna við Frú May.

 

 

Skoðanakannanir eru nokkuð misvísandi eins og hér má sjá, allt frá 1 prósentustigs forskoti Íhaldsflokksins upp í 12 prósentustig. En hér á þessari síðu er því spáð að Íhaldið vinni þægilegan sigur, auki meirihluta sinn á þingi – munurinn verði á bilinu 7-10 prósentustig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka