fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Enginn pólitískur ávinningur en talsverður skaði

Egill Helgason
Föstudaginn 2. júní 2017 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem er einna skrítnast við Landsréttarmálið er hinn óljósi ávinningur. Hvað er það sem dómsmálaráðherra og ríkisstjórnin fá út úr því að breyta röð dómaranna eins og gert var? Útskýringarnar hafa satt að segja ekki staðist sérlega vel, þar rekst hvað í annars horn, og þá hlýtur maður að spyrja – hvað liggur að baki?

Það hefur í raun ekki verið skýrt út svo maður sé nokkru nær. Snýst þetta þá um að koma ákveðnum einstaklingum að fremur en öðrum? Og þá kannski losna við aðra? Á hitt er að líta að þeir sem eru í hópnum sem var tekinn fram fyrir virðast ágætlega hæfir – en hið sama gildir um þá sem var hafnað. Ekki verður séð að þetta fólk sé yfirmáta pólitískt. Eða varla var allt þetta tilstand til að koma eiginkonu þingmanns (dómara með ágætt orðspor) í réttinn, því verður einfaldlega ekki trúað.

Hinn pólitíski ávinningur virðist í rauninni enginn – en málið hefur skaðað bæði ráðherrann og ríkisstjórnina. Ráðherrann magnar upp tortryggni gagnvart sér í stétt lögmanna. Sjálfstæðisflokkurinn þolir ýmislegt en samstarfsflokkarnir mega illa við svona uppákomum – fyrir Bjarta framtíð og Viðreisn er þetta heldur ógæfulegur endir á fyrsta þinginu í ríkisstjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka