fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Eitt virtasta tímarit Bretlands hafnar May og Corbyn

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 2. júní 2017 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeremy Corbyn og Theresa May.

Þann 8. júní næstkomandi fara fram þingkosningar í Bretlandi en aðeins eru liðin tvö ár frá þeim sem á undan voru. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu eða Brexit var samþykkt fyrir tæpu ári, David Cameron sagði í kjölfarið af sér sem forsætisráðherra og við tók Theresa May sem nú leiðir Íhaldsflokkinn. Breska tímaritið the Economist hefur frá 1955 lýst yfir stuðningi við flokka í bresku þingkosningunum og nánast undantekningarlaust hefur blaðið stutt Íhaldsflokkinn. Ekki í þetta skiptið.

The Economist hefur þrisvar lýst yfir stuðningi við Verkamannaflokkinn, 1964, 2001 og 2005. Flokkurinn nýtur þess þó ekki í þetta skiptið að tímaritið hafni May og íhaldsmönnum. Frjálsyndi demókrataflokkurinn, Liberal Democrats eru flokkurinn sem Economist segir lesendum sínum að kjósa í þetta skiptið. Það er þó ekki hægt að segja að um innblásna stuðningsyfirlýsingu sé að ræða.

Enginn flokkur stenst prófið með glæsibrag. En sá flokkur sem næst kemst því eru Frjálslyndir demókratar,

segir í ritstjórnargrein í nýjasta hefti The Economist.

Ástæða þess að stefna May og Jeremy Corbyn, sem fer fyrir Verkamannaflokknum samræmist ekki stefnu tímaritsins er sú að þau vilja bæði víkja burt af þeirri vegferð sem gerði Bretland jafn hagsælt og raun ber vitni. Frjáls viðskipti, opin landamæri og alþjóðahyggja eru öll í hættu að mati Economist og stefna vestræns frjálslyndis sem ríkjandi hefur verið undanfarna fjóra áratugi. Hvort sem May eða Corbyn sigrar mun vestrænt frjálslyndi tapa.

Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata.

Frjálslyndir demókratar eru sá flokkur sem að mati tímaritsins er trúastur gildum vestræns frjálsyndis þó að gera megi margar athugasemdir við stefnu hans en Tim Farron er leiðtogi hans. Flokkurinn nýtur lítils stuðnings er marka má kannanir og samkvæmt breska dagblaðinu Telegraph, sem heldur út samantekt á skoðanakönnunum á vefsíðu sinni hyggjast einungis 8,3% kjósenda ljá Frjálslyndum demókrötum atkvæði sitt. Íhaldsflokkurinn mælist með 44,6% fylgi og Verkamannaflokkurinn 35,3% þegar vika er til kosninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“