fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

Sveit sem fór undir vatn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. júní 2017 23:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi ljósmynd er tekin í kvöld í Stíflu í Fljótum. Þar rann Stífluá sem ákveðið var að virkja á árunum í kringum stríð, aðallega til að sjá síldariðnaðinum á Siglufirði fyrir rafmagn. Þar störfuðu þá stórar verksmiðjur og mikil uppgrip.

Á þeirra tíma mælikvarða var þetta nokkuð stór virkjun og afleiðing hennar var að stór hluti dalsins fór undir vatn. Í efni frá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga segir að fjórar jarðir hafi eyðst alveg og sex í viðbót orðið óbyggilegar. Af þessu hlutust sárindi og enn er talað um að fagurri sveit hafi verið drekkt, eins og síðar stóð til að gera í Laxárdal.

Virkjunin sem þarna stendur og framleiðir enn rafmagn nefnist Skeiðfossvirkjun og náði rafmagn frá henni til Siglufjarðar 1945. Þess má geta að þarna í dalnum eru mikil snjóþyngsli og hefur þar mælst mesta snjódýpt á Íslandi, 279 sentímetrar 19. mars 1995.

Rithöfundurinn Guðrún frá Lundi fæddist að Lundi í Stíflu, ólst þar upp til ellefu ára aldurs og kenndi sig við bæinn.

 

Stífluvatn sem er uppistöðulón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna