fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Vel heppnuð tilraun með eldflaugavarnir

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 31. maí 2017 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/EPA

Eftir Björn Bjarnason:

Bandaríkjaher hefur í fyrsta sinn gert tilraun með því því að virkja eldflaugavarnarkerfi sitt gegn skipulagðri árás með langdrægri eldflaug (ICBM) og fagnar árangrinum í yfirlýsingu.

Tilraunin var gerð þriðjudaginn 30. maí. Árásarflauginni var skotið frá Reagan-tilrauanstöðinni á Marshall-eyjum á Kyrrhafi í áttina að hafsvæði fyrir sunnan Alaska.

Gagn-eldflaugin var send frá Vanderberg-flugstöðinni í Kaliforníu. Hún fór í veg fyrir árásarflaugina og eyddi henni.

„Þetta heppnaðist afar vel,“ sagði í yfirlýsingu hersins.

Sérfræðingar líkja tilrauninni við að reynt sé að hitta byssuskúlu á lofti með skoti úr annarri byssu.

Tilraunin er hluti af varnaráætlun sem nefnist Ground-Based Midcourse Defense (GMD) og ætlað er að verja Bandaríkin gegn vaxandi árásarhættu frá Norður-Kóreu.

Áður hafa annars konar tilraunir verið gerðar með GMD-kerfið og hefur tekist að hitta skotmarkið í níu tilvikum af 17 frá 1999. Síðasta tilraunin af því tagi var gerð árið 2014.

Talið er að Norður-Kóreumenn þrói nú langdræga eldflaug (ICBM) sem skjóta megi frá landi á skotmörk í Bandaríkjunum. Um 9000 km fjarlægð er milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Drægni ICBM-flauga er minnst 5.500 km. Sumum þeirra má skjóta 10.000 km eða lengra.

Til þessa hefur kostað um 40 milljarða dollara að þróa GDM-kerfið.

Birtist upphaflega á vefsíðu Varðbergs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins