fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Fara Íslendingar að deila sjálfkeyrandi bílum?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. maí 2017 08:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvaðan kemur sú hugmynd að þegar snjallbílar koma á markað munum við öll fara að deila þeim með nágrönnum okkar og samborgurum? Bifreiðaeign á Íslandi er einhver sú mesta í heimi, hér eru bílar í meira mæli stöðutákn en víðast í Evrópu. Við Íslendingar erum háð bílunum okkar og elskum þá. Og bílaeignin er faktískt að aukast hérna.

En það er brugðið upp framtíð – og ekki svo fjarlægri – þar sem allir fara ferða sinna í sjálfakandi bílum sem er deilt af miklu umburðarlyndi og með háu stigi umhverfisvitundar. Þessu er jafnvel stillt upp þannig að þegar snjallbílarnir halda innreið sína verði ekki lengur þörf á almenningssamgöngum. Þetta má til dæmis sjá í þessari umfjöllun þar sem snjallbílum er stillt upp gegn almenningssamgöngum. Svo virðast menn gefa sér að þessi tækni muni ekki kosta neitt – á færi hverra verður að nota hana? Almenningssamgöngur eru úrræði fyrir efnalítið fólk.

Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að menn séu aðeins að fara fram úr sér. Þingmaðurinn Pawel Bartoszek – sem er notandi almenningssamgangna – skrifar á Facebook og birtir þessa mynd með:

Með tilkomu nýrrar bílatækni muni þörfin fyrir almenningssamgöngur hverfa, segja sumir. Það held ég að sé rangt. Í fyrstu atrennu munu ALLIR vilja eiga snjallbíl. Þeir munu taka jafnmörg stæði og nú og vera alltaf á ferðinni að snattast fyrir eigendur. Það verður gríðarleg krafa að bregðast við því með því að leggja niður almenningssamgöngur og nýta götuplássið undir enn meiri vegi.

Svo er kannski annað sem gæti verið breyta í þessu máli. Sjálfkeyrandi bílar í íslenskri vetrarófærð!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!