fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

Dýrlingurinn allur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. maí 2017 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í huga minnar kynslóðar er Roger Moore ekki James Bond, heldur ein fyrsta hetja íslensks sjónvarps í líki Dýrlingsins, Simons Templar. Í raun hefði hann átt að vera gestur í 50 ára afmælisþáttunum í fyrra.

Þetta voru vinsælustu þættirnir í sjónvarpinu í upphafi þess. Um fátt var meira rætt í skólanum en þessa þætti. Þá voru heldur ekki allir komnir með sjónvarp, ég fékk að fara til frænku minnar á Laufásvegi að horfa á Dýrlinginn fyrsta árið.

Roger Moore var ótrúlega flottur og fágaður í hlutverki Templars, hárgreiðslan haggaðist aldrei, og svo ók hann um á Dýrlingsbílnum sem var sænskur sportbíll, Volvo 1800.

Einn slíkur bíll var til á Íslandi, í eigu manns úti á Nesi – hann átti son á mínu reki og ekki var laust við að gætti öfundar í hans garð. En svo eignaðist maður leikfangabíl af þessari gerð.

 

 

Seinna lék Roger Moore James Bond. Hann var kannski ekki alveg nógu stinnur fyrir hlutverkið, en hann kunni vel að fara með línurnar sínar. Sjálfum finnst mér hinn léttlyndi Bond vera skemmtilegri en síðasti Bondinn sem er eins og hann sé alltaf fullur af angist. Í því felst einhver grundvallarmisskilningur.

Annars sá ég um daginn stungið upp á eina og rétta manninum til að leika James Bond. Það er Filippus, eiginmaður Bretadrottningar. Ef miðað er við bækur Ians Flemming er Filippus nokkurn veginn jafnaldri Bonds, fæddur 1921. Honum finnst sopinn góður og er frægur fyrir neyðarlegar replikkur sem bera vott um kvenfyrirlitningu og rasisma.

 

 

Hér er svo hið fræga upphaf af þáttunum um Dýrlinginn. Þetta þekktu allir krakkar á sínum tíma, og það þótti sérleg fremd í því að geta teiknað Dýrlingsmerkið. Meira að segja ég sem hef aldrei getað teiknað reyndi það.  Og það verður að segjast eins og er, Roger Moore var hrikalega laglegur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa