fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Verkamannaflokkurinn sækir í sig veðrið

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 22. maí 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeremy Corbyn formaður Verkamannaflokksins. Mynd/EPA

Forskot Íhaldsflokksins breska á Verkamannaflokkinn fer minnkandi ef marka má nýjustu skoðanakannanir í Bretlandi. Þegar Theresa May forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins boðaði til kosninga í apríl síðastliðum benti allt til stórsigurs Íhaldsflokksins þar sem flokkurinn hafði rúmlega 20 prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn. Nýjasta könnunin, sem gerð var dagana 19. og 20. maí og náði til yfir þúsund manns um allt land sýnir Íhaldsflokkinn með 43% fylgi og Verkamannaflokkinn með 34% fylgi. Svipaðar tölur sýndi könnun YouGov.

Theresa May forsætisráðherra Bretlands í dag. Mynd/EPA

Í dag er síðasti dagurinn til að skrá sig á kjörskrá en síðustu vikur hefur orðið mikil aukning á skráningum  ungs fólks á aldrinum 18 til 24 ára, en hundruð þúsunda hafa skráð sig á undanförnum vikum sem boðar gott fyrir Verkamannaflokk Jeremy Corbyn en yngra fólk styður frekar Verkamannaflokkinn en Íhaldsflokkinn samkvæmt könnunum. Nú er Corbyn að reyna að afla meira fylgis meðal eldra fólks með því að lofa miklum öldruðum miklum kjarabótum, hefur hann sakað May um að ýta undir kynslóðastríð og að ráðast að kjörum aldraðra.

Kosningarnar í Bretlandi fara fram 8.júní næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins