fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Tekst Trump að semja um frið fyrir botni Miðjarðarhafs?

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 22. maí 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump flytur ræðu við komuna til Ísrael. EPA.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur alla tíð gefið sig út fyrir að vera frábær samningamaður og það er enginn samningur sem er stærri heldur en friðarsamningur milli Ísrael og Palestínu. Trump er nú kominn á svæðið eftir helgardvöl í Sádi-Arabíu og er að eigin sögn vongóður sem aldrei fyrr um að hægt sé að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna. Forsetinn mun funda Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael og Mahmoud Abbas forseta Palestínu á þeim 28 tímum sem hann mun eyða fyrir botni Miðjarðarhafs.

Forsetinn heimsótti Grátmúrinn fyrr í dag og mun heimsækja Betlehem á morgun á hinum hernumda vesturbakka Jórdanár.

Forsetinn við Grátmúrinn.

Þegar Trump lenti ásamt eiginkonu sinni Melaniu og fylgdarliði á Ben Gurion flugvellinum í Tel Aviv hélt hann stutta tölu. Þetta var fyrsta beina flugið frá Sádi-Arabíu til Ísrael en milli landana eru engin diplómatísk samskipti.

Á ferðalögum mínum undanfarna daga hefur mér blásið ný von í brjóst. Við okkur blasir einstakt tækifæri til að koma á öryggi, stöðugleika og friði á þessu svæði til handa íbúum þess, að sigrast á hryðjuverkaógninni og að skapa framtíð samvinnu, hagsældar og friðar en þangað komumst við aðeins með að vinna saman. Það er engin önnur leið,

sagði Trump en enginn bandarískur forseti hefur heimsótt Ísrael svo snemma í valdatíð sinni. Netanyahu ítrekaði skuldbindingu sína við frið en undir sömu formerkjum og alltaf, enginn friður án þess að öryggi Ísrael sé tryggt.

Rex Tillerson, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við fréttamenn um borð í Air Force One, flugvél forsetans að nú væri sögulegt tækifæri til að semja um frið milli Ísrael og Palestínu og gerði að því skónna að Trump myndi beita sér fyrir því að slíkt tækist.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Díegó fundinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“