fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

„Af hverju erum við að missa?“

Egill Helgason
Sunnudaginn 21. maí 2017 23:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður varla auðvelt lífið fyrir Framsóknarmenn að eiga yfir höfði sér flokksþing í janúar þar sem líklega skerst í odda. Þangað til eru heilir þrír ársfjórðungar sem óánægja og tortryggin getur haldið áfram að grafa um sig í flokknum. Reyndar er dálítið óvenjulegt að halda flokksþing svona um hávetur þegar dagurinn er stystur og allra veðra von – það er vel hugsanlegt að verði illfært og gildir framsóknarbændur komist ekki leiðar sinnar á fundinn. Þetta er altént einn óvissuþátturinn.

Tæplega verður séð að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi möguleika á að endurheimta formannssætið, slíkt myndi magna upp hjaðningavíg í flokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson var auðheyrilega að beina orðum til hans á miðstjórnarfundinum í gær. Sigmundi hefur orðið tíðrætt um breytingar sem hafa orðið á stjórnmálunum, en Sigurður Ingi sagði ekki tilefni til að breyta stefnunni þótt einhverjir segðu að heimurinn væri að breytast:

En hver er sú stefna, hverjir eru þeir straumar, af hverju erum við að missa; vilja menn feta sig á slóð forseta Bandaríkjanna eða Le Pen í Frakklandi og fleiri úr þeim ranni? Er einhver í þessum sal sem telur að þar liggi tækifæri Framsóknarflokksins? Er einhver sem telur að með því að víkja frá hefðbundnum gildum flokksins muni fylgið sópast að honum?

Það er enginn sérstakur sáttatónn í þessu hjá Sigurði – en Sigmundur býður heldur ekki upp á sættir við hann. Á meðan styrkist staða Lilju Alfreðsdóttur sem margir horfa til sem framtíðarformanns í flokknum. Lilja var handgengin Sigmundi þegar hann var forsætisráðherra en nú verður reyndar ekki annað séð en ágætt samband sé milli hennar og Sigurðar Inga. Má kannski segja að hún sitji líkt og klofvega í flokknum. Lilja var í Silfrinu hjá Fanneyju Birnu Jónsdóttur í dag, vildi ekki segja af eða á um hvort hún gefi kost á sér til formanns. Það er skiljanlegt á þessum tímapunkti, enda getur margt gerst þangað til í janúar. En Lilja, líkt og Sigurður Ingi, er ætti að geta unnið hvort tveggja til hægri og vinstri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa