fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Macron tekur Trudeau á þetta – Jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórn hans

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 18. maí 2017 18:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuelle Macron forseti Frakklands

Nýkjörinn Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur tilkynnt um ráðherraskipan í nýrri ríkisstjórn sinni. Það vekur helst athygli að hlutur kvenna og karla er jafn í ríkisstjórninni og fetar hann í fótspor Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada sem gerði slíkt hið sama þegar hann skipaði fyrstu ríkisstjórn sína fyrir tveimur árum. Auk þess þykir það til merkis um að Macron sé alvara um þær yfirlýsingar sínar um breytingar í stjórnmálum hve fjölbreyttur hópur ráðherranna er en þar má finna fólk úr bæði af hægri og vinstri væng stjórnmálanna.

Jafnframt hefur Macron lagt fram lista með meira en fjögur hundruð frambjóðendum fyrir tilvonandi þingkosningar í Frakklandi. Þar eru kynjahlutföllinn einnig jöfn. Meira en helmingur frambjóðendanna hefur aldrei áður verið kosinn til embættis og því er ljóst að ef flokki hans, En Marche! gengur vel í kosningunum í júní verður mikil endurnýjun í frönskum stjórnmálum, sem er einmitt það sem franskir kjósendur vilja miðað við stuðninginn við Macron.

Laura Flessel-Colovic íþróttamálaráðherra Frakklands

Meðal markverðra ráðherra í nýrri stjórn Macron er íþróttamálaráðherrann Laura Flessel-Colovic en hún hefur fimm sinnum keppt fyrir hönd Frakklands í skylmingum á Ólympíuleikunum og er sigursælasta franska konan í sögu þeirra með fimm verðlaun, þar af tvö gull.

Háttsettasti kvenráðherrann er Sylvie Goulard en hún er yfir ráðuneyti hermála. Hún er mjög mikill Evrópusinni og var kosin til setu á Evrópuþinginu árið 2009. Skipan hennar bendir til þess að Macron sé alvara með að auka samstarfið við Evrópusambandið og meiri samvinnu í varnarmálum milli landa þess.

Forsætisráðherrann er Édouard Philippe, áður borgarstjóri Le Havre. Hann er tiltölulega óþekktur, aðeins 46 ára gamall, aðeins 7 árum eldri en forsetinn. Hann hefur látið hafa eftir sér að „Macron hugsar um 90% eins og ég“.

Hér má sjá listann í heild sinni

  • Forsætisráðherra: Édouard Philippe
  • Innanríkisráðherra: Gérard Collomb.
  • Umhverfisráðherra: Nicolas Hulot.
  • Dómsmálaráðherra: François Bayrou.
  • Varnarmálaráðherra: Sylvie Goulard.
  • Utanríkisráðherra: Jean-Yves Le Drian.
  • Sveitarstjórnarmálaráðherra: Richard Ferrand.
  • Heilbrigðisráðherra: Agnès Buzyn.
  • Menningarmálaráðherra: Françoise Nyssen.
  • Fjármálaráðherra: Bruno Le Maire.
  • Vinnumálaráðherra: Muriel Penicaud.
  • Menntamálaráðherra: Jean-Michel Blanquer.
  • Menningarráðherra: Jacques Mézard.
  • Fjárlagaráðherra: Gérald Darmanin.
  • Háskólamálaráðherra: Frédérique Vidal.
  • Ráðherra mála franskra svæða utan Evrópu: Annick Gerardin.
  • Íþróttamálaráðherra: Laura Flessel.
  • Samgönguráðherra: Elisabeth Borne.
  • Evrópumálaráðherra: Marielle de Sarnez.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Díegó fundinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“