fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Stjórnmálaviðhorfið á vori

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. maí 2017 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um daginn setti ég hér inn litla færslu þar sem ég lagði út af grein Svandísar Svavarsdóttur þar sem hún skoraði á Óttarr Proppé að stökkva burt úr ríkisstjórninni og koma í aðra stjórn með VG og fleirum. Ég sagði, eins og auðsætt er, að þar þyrfti Framsóknarflokkurinn að vera með. Framsókn væri ábyggilega til ef svo ólíklega vildi til að hægt væri að koma slíkri stjórn saman – Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður flokksins, þarf á því að halda að komast í stjórn og Framsókn hefur alltaf liðið illa í stjórnarandstöðu.

Fréttablaðið fjallar um það í dag að Framsókn sé að halda miðstjórnarfund og að þar sé búist við átökum. Sótt verði að Sigurði Inga Jóhannssyni vegna fylgisleysis og sagt að í Framsókn sé nokkur hefð fyrir því síðustu ár að formenn komi og fari. Raunar má geta þess í þessu sambandi að fylgi Framsóknar fór vissulega með himinskautum í kosningunum 2013, en það lækkaði allverulega eftir það og samkvæmt Þjóðarpúls Gallups var það komið á svipað róf og nú strax 2014.

Lilja Alfreðsdóttir er nefnd sem formannsefni í flokknum og vissulega er rétt að hún hefur vakið athygli fyrir örugga og skörulega framgöngu, hún feiki vel að sér í efnahagsmálum og hefur líka látið til sín taka í loftslagsmálum upp á síðkastið. En svo er auðvitað spurning hvað stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar ætla sér – styrkur þeirra virðist samt ekki mikill.

Þá beinist athyglin að ríkisstjórninni. Það þarf ekki nema einn þingmaður, til dæmis Bjartrar framtíðar að hlaupa burt til að stjórnin sé fallin. Það er hins vegar víst að Framsóknarflokkurinn myndi koma inn í stjórnina undireins og Sjálfstæðisflokkurinn gæfi merkið. Ríkisstjórnin er ekki að gera neitt sem Framsóknarflokkurinn getur ekki samþykkt, ekki í landbúnaðarmálum, ekki í Evrópumálum og ekki í kvótamálum þar sem Þorsteinn Pálsson hefur verið settur yfir enn eina nefndina.

Það hefur reyndar vakið eftirtekt hversu gott virðist vera milli forystu Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Lilja Alfreðsdóttir og Katrín Jakobsdóttir eru saman með sjónvarpsþátt á ÍNN. En stjórnarandstaðan er í sárum – fyrir utan VG sem er með allt að fjórðungsfylgi í skoðanakönnunum. Samfylkingin er ennþá mjög tæp. Píratar virðast hafa misst frumkvæðið og eiga erfitt með að hafa stjórn á eigin þingflokki.

Ef eitthvað kæmi upp á gæti Bjarni Benediktsson líka boðað til kosninga og miðað við núverandi stöðu eru Vinstri græn ábyggilega ekki mótfallin því. Bjarta framtíð og Viðreisn langar hins vegar örugglega ekki í kosningar – staða þessara flokka í stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn er brothætt og Bjarni hefur góð tök á þeim.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“