fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Eyjan

Heybrækur í Kansas

Egill Helgason
Laugardaginn 13. maí 2017 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru alls konar skrítnar hjómsveitir og skemmtikraftar að koma í Hörpu þessa dagana. Skýringin er líklega sú að þarna er tónleikasalur sem rúmar talsverðan fjölda, það er hægt að halda tónleika af millistærð – með listamönnum sem eru of stórir fyrir Rosenberg en of litlir fyrir Laugardalshöllina.

Í sumar er í Hörpu til dæmis boðið upp á Kool & the Gang og einhverjar leifar af Dr. Hook & the Medicine Show. Svo er þarna á dagskrá Engellbert Humperdinck – sá söngvari er nokkuð við aldur, en hann leit nokkuð vel út þegar ég hitti hann á strönd á eyju í Karíbahafinu fyrir tíu árum. Þá var hann í mjög rauðri sundskýlu.

 

 

Í svipaðan flokk myndi maður líklega setja hljómsveitina Kansas. Það er ekki alveg auðsætt að tónleikagestir muni slást um miða á hana. Kansas átti að halda tónleika í Hörpu í byrjun júní, en nú hefur verið tilkynnt að hljómsveitin sé hætt við  – vegna hryðjuverkahættu!

Það hljómar náttúrlega eins og fyrirsláttur nema þeir séu svona miklar heybrækur í Kansas?

En svo er reyndar von á sjálfum Herbie Hancock, hann er einn af risum djasstónlistarinnar. Og líka gítarleikaranum stórkostlega Pat Metheny. Og það verður sjálfsagt ágæt aðsókn á píanóleikarann Ludovico Einaudi – þótt ég verði að segja að mér finnst tónsmíðar hans vera hálfgert moð.

 

 

Kansas. Þora ekki til Evrópu vegna hryðjuverkahættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa