fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Ungabörn í Danmörku og Þýskalandi gangast undir ónauðsynlegar skurðaðgerðir – „Skelfileg lífsreynsla“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. maí 2017 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Mynd: Getty.

Börn í Danmörk og Þýskalandi með frávik hvað kyneinkenni varðar eru mörg hver látin gangast undir ónauðsynlegar og inngripsmiklar skurðaðgerðir, sem valda oft á tíðum sálrænum erfiðleikum og eru mannréttindabrot. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty International sem ber yfirskriftina First, do no harm.

Rannsókn samtakanna byggir á raundæmum frá Danmörku og Þýskalandi sem sýna hvernig úreltar hugmyndir um kyngervi leiða til ónauðsynlegra, óafturkræfra og inngripsmikilla skurðaðgerða á intersex börnum. Hugtakið intersex vísar til meðfæddra frávika á kyneinkennum, þ.e.a.s. líkamlegur munur kann að vera á litningum, kynfærum, æxlunarfærum, kynkirtlum eða hormónastarfsemi.

„Þessar aðgerðir sem ætlaðar eru til að „normalísera“ fólk eru framkvæmdar án fullrar vitundar um þau mögulegu skaðlegu langvarandi áhrif sem þær hafa á börn,“ segir Laura Carter, rannsakandi innan sérfræðiteymis um kynhneigð og kynvitund hjá Amnesty International.

„Skorið er í viðkvæma vefi sem hefur afleiðingar til lífstíðar, allt vegna staðalímynda um hvernig stúlkur eða strákar eiga að líta út. Í hverra þágu er inngripið? Því rannsókn okkar sýnir að þetta er skelfileg lífsreynsla fyrir þá sem fyrir henni verða.“

Í skýrslunni kemur fram að hvernig þessum aðgerðum er háttað í Danmörku og Þýskalandi sem framkvæmdar eru án nokkurrar læknisfræðilegrar réttlætingar. Talið er að 1,7% barna fæðist með einhvers konar óhefðbundin kyneinkenni og er það því jafn algengt og að börn fæðist með rautt hár.

Starfsmenn Amnesty International tóku viðtöl við intersex fólk, heilbrigðisstarfsfólk í Danmörku og Þýskalandi, auk stuðningshópa vítt og breitt um Evrópu. Sem dæmi um aðgerðir sem nefndar voru í þessum samtölum má nefna:

  • Aðgerðir til að fela stækkaða kirtla í sníp sem leiða til aukinnar hættu á taugaskemmdum, örmyndun og viðvarandi sársauka
  • Skurðaðgerð á leggöngum sem getur þýtt margþættar skurðaðgerðir á ungum börnum yfir tiltekið tímabil til að stækka legopið
  • Fjarlæging á kynkirtlum (þeirra á meðal eggjastokkum og eistnavef) – sem er óafturkræfanleg aðgerð og felur í sér þörf á hormónameðferð ævilangt
  • Aðgerð til að endurstaðsetja þvagrásina í karlkyns kynfærum sem er gert til að skapa getnaðarlim sem getur gengt hefðbundnu hlutverki sínu og flokkast undir hefðbundin útlitsleg kyneinkenni

Þessar læknisfræðilegu meðferðir eru einstaka sinnum nauðsynlegar til að vernda líf eða heilsu barnsins en það er alls ekki alltaf raunin. Margir þeirra einstaklinga sem Amnesty International ræddi við um eigin reynslu eða reynslu barna sinna, töluðu um líkamlegt og sálrænt áfall sem meðferðirnar hefðu leitt til, bæði þegar þær voru framkvæmdar og síðar á lífsleiðinni.

Samkvæmt Amnesty International brýtur núverandi nálgun hvað varðar meðferðir á intersex börnum í Danmörku og Þýskalandi á mannréttindum þeirra, m.a. réttindum til einkalífs og réttinum á bestu fáanlegu heilbrigðisþjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“