fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Þorgerður Katrín: Sótt verður að kvótakerfinu sem aldrei fyrr ef ekki næst sátt um gjaldtöku

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. maí 2017 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í myndveri Eyjunnar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Eyjunni á ÍNN en þáttur vikunnar var frumsýndur í gærkvöldi. Þar var meðal annars rætt um nýskipaða þverpólitísk nefnd, sem hún skipaði í byrjun vikunnar.

Nefndin er undir forystu Þorsteins Pálssonar. Hún á að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni og skila tillögum sínum til ráðherra í formi lagafrumvarps eigi síðar en 1. desember 2017.

Þorgerður sagði að það sem fyrir henni vaki með skipun nefndarinnar sé að gera breytingar varðandi gjaldtökuna fyrir aflaheimildir. Kvótakerfið sjálft vill hún verja með ráðum og dáð.

Ég vil halda kvótakerfinu. Ég vil halda þessari stjórnun sem við höfum. Reyndar er ég með hópi sem er að skoða byggðakvótann, hvernig við getum styrkt þessar tengingar við byggðakvótann. Ég ætla ekki að leggja hann niður. En mér hefur þótt vanta á síðustu misserum að raunverulegt markmið byggðakvótans, það er að segja að tryggja byggðafestu brothættra byggða eða sveitarfélaga úti á landsbyggðinni, að það markmið hafi verið uppfyllt.

Þorgerður ítrekaði þá skoðun sína að kvótakerfið sjálft væri gott en nú þyrfti að ná samstöðu:

Í það heila tekið þá er þetta mjög öflugt stjórnkerfi…Ég er sannfærð um að við eigum að byggja á því sem fyrir er, og svona þeim tækjum sem eru þar. Þess vegna er svo mikilvægt að við náum þessari umræðu og vonandi endaniðurstöðu, eins mikilli sátt og hægt er um kerfið varðandi gjaldtökuna. Þegar það gerist þá fáum við stöðugleika, enn meiri stöðugleika í sjávarútveginn.

Sjávarútvegsráðherra svaraði þeirri gagnrýni sem kom fram í Staksteinum Morgunblaðsins í gær um það að Sjálfstæðisflokkurinn sem stærsti flokkur á þingi og í ríkisstjórn ætti aðeins einn fulltrúa í þessari nefnd.

Það sem ég er að reyna að ná fram með þessu er að við verðum búin að setja þetta mál í ákveðinn farveg, þetta er farvegur málamiðlana. Ég er gagnrýnd meðal annars af Morgunblaðinu, fyrir það að hafa ekki tekið tillit til hlutfallslegs vægis á Alþingi. Ég held einmitt að það sé lykillinn að því að reyna að ná sáttinni. [Það er] að fá allar raddirnar sem eru í hinum ólíku þingflokkum, ekki háð því hverjir eru í stjórn og stjórnarandstöðu, heldur bara þingflokkanna. Mismundani stefnur, mismunandi sjónarmið. Fá þær allar jafnar að borðinu.

Þorgerður Katrín kom einnig inn á sitt val á formanni nefndarinnar:

Og síðan fæ ég Þorstein Pálsson. Já vissulega, hann er í Viðreisn. En þetta er sá maður sem er lifandi sem hefur verið hvað lengst sjávarútvegsráðherra, þekkir þetta kerfi út og inn, og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Það er frekar hægt að gagnrýna mig fyrir það að hafa valið mann sem að er kannski of mikið með skoðanir á sjávarútvegnum í þessa veru. En ég fann það að það sem skiptir máli er að finna einstakling sem fólk ber traust til, veit að hann hefur þekkingu, yfirburðaþekkingu á þessu sviði og er flinkur að fá fólk til þess að komast að niðurstöðu. Af því að markmiðið er að ná niðurstöðu til hagbóta fyrir sjávarútveginn en líka sanngjarnt gjald fyrir aðganginn auðlindinni sem fólkið í samfélaginu sættir sig við. Ef við gerum það ekki Björn Ingi, þá er ég hrædd um að eftir þrjú, fjögur, fimm, átta ár, þá er hugsanlegt að sótt verði allavega kvótakerfinu sem aldrei fyrr. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur sem erum talsmenn þessarar auðlindarnýtingar, fiskveiðistjórnunar, að við reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná þessu samkomulagi.

Auðheyrt var á máli Þorgerðar Katrínar að hún telur að það sé sjávarútvegnum sjálfum fyrir bestu að sátt náist um gjaldtöku fyrir fiskveiðiheimildirnar:

Ég held að það séu mjög miklir og stórir hagsmunir fyrir útgerðina að þessi niðurstaða fáist.

Hér fyrir neðan má sjá fyrri hluta viðtals Björns Inga við Þorgerði Katrínu þar sem sjávarútvegsmálin voru til umræðu: 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?