fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Sigurður Ingi Jóhannsson: Ósáttur við að hafa ekki fengið stjórnarmyndunarumboð – taldi sig geta myndað stjórn

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. maí 2017 20:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi í Eyjunni á ÍNN.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra varð sem kunnugt er að sætta sig við að fá ekki umboð frá forseta Íslands til ríkisstjórnarmyndunar í vetur leið. Sigurður Ingi var gestur hjá Birni Inga Hrafnssyni í Eyjuþætti vikunnar á ÍNN. Þátturinn var frumsýndur nú klukkan 21:00.

Þar var meðal annars rætt um upplýsingar sem koma fram í nýrri grein í Skírni eftir Kristján Guy Burgess fyrrum framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar. Þar upplýsir Kristján Guy að komin hafi verið á teikniborðið ríkisstjórn Framsóknarflokks, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks með óskum um að Samfylkingin styddi slíka stjórn. Aðspurður af Birni Inga þá staðfesti Sigurður Ingi þetta:

Já, já. Það er engin launung á því að við áttum ágætis samtal, miklu meira samtal svona foringjar á milli…Það var allavega mín skoðun í ljósi þess hvar við vorum stödd sem þjóðfélag hér í haust, þá hefði það verið eðlileg niðurstaða kosninga að mynduð yrði breiðari stjórn þar sem menn legðu svolítið til hliðar átök vinstri og hægri, það er að segja að Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur gætu starfað saman…Við erum að komast út úr mjög erfiðum tíma, krepputímanum, og svona eftirhrunsárunum. Við erum stödd á stað þar sem það ríkir almenn velmegun. Það er engin ástæða til þess að fara að snarhækka skatta. Það er heldur algerlega útilokað að snarlækka skatta. Við hefðum getað haldið svolítið áfram að búa til meira traust í samfélaginu, búa til meiri skilining á því að við erum ein heild…Ég lagði mikið á mig til að þessi ríkisstjórn gæti orðið að veruleika og ég fullyrði það að Kristján Guy hefur rétt fyrir sér í því að slík stjórn var möguleg.

Sigurður Ingi var þá spurður hvort hann væri ósáttur við að hafa ekki fengið stjórnarmyndunarumboð frá forseta, hvort hann teldi að hann hefði náð árangri og getað myndað stjórn?

Já mér fannst það ekki rökrétt kringum jólin að þá hafði forseti gefið út það áður að það sætu allir við það jafnaðarborð. Þannig að mér fannst mjög eðlilegt, að eftir jólin og á þriðja dag jóla, hefði formaður Framsóknarflokksins fengið umboð til að mynda stjórn.

Formaður Framsóknarflokksins sagði að stjórn flokks hans með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki hefði verið það sem hann vildi láta á reyna.

Ég geri mér alveg grein fyrir því að Samfylkingin var auðvitað í miklum sárum með sína þrjá þingmenn og slík stjórn þessara þriggja var með nægan meirihluta, 39 þingmenn…Hvort mér hefði tekist að mynda þessa stjórn getur maður bara sagt ef og ef, en já ég hef mikla trú á að þetta hefði gengið.

Björn Ingi spurði Sigurð Inga þá hvort hann hafi sagt forsetanum þessa skoðun sína? Svarið kom að bragði:

Já, já.

Eyjan á ÍNN verður endurýnd á stöðinni með jöfnu millibili. Sjá dagskrá hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“