Líklega gengur þetta ekki upp og þarf að hugsa upp á nýtt.
Geirsgatan lokuð í að minnsta kosti tvær vikur vegna framkvæmda – og sagt að olíuflutningar utan úr Örfirisey færist á Hringbrautina eins og sjá má í meðfylgjandi frétt af Vísi.
Það er reyndar löngu kominn tími til að leggja af olíutankana í Örfirisey.
Um leið er hluti Miklubrautar lokaður og miklar umferðartafir þar.
Og takmarkanir á bílaumferð um neðsta hluta Laugavegar, Bankastrætið og Skólavörðustíg. Ég hef reyndar almennt efasemdir um að þörf sé á að loka þar fyrr en í byrjun júní – þegar túristastraumurinn fer verulega að aukast.
Ein af afleiðingum þessa er að allt í einu er kominn mikill umferðarþungi á Hverfisgötuna. Og allar leiðir í Mið- og Vesturborgina eru ógreiðfærar.
Borgin hlýtur að geta samræmt þessar framkvæmdir betur en þetta?