fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
Eyjan

Vill krúttlegt deilihagherfi: Fúlt að fá lánaðan sykur í stigagangi sem er allur leigður út í Airbnb

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 8. maí 2017 17:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.

„Engri borg hefur tekist að ráða við þessa auknu ferðamennsku og leigumiðlanir á borð við Airbnb. Margar borgir hafa þó gert eitthvað, eins og til dæmis við í Reykjavík sem erum núna með þessi 90 daga lög. Sem er svipað og London hefur gert, það má segja að við erum búin að banna gistingu alla aðra daga en leyfa þessa 90 daga. Það hefur ekki orðið til þess að leyfum hefur fjölgað. Það sem gerðist líka í kjölfarið að lögin voru samþykkt var að það gleymdist að breyta reglugerðum um mengunarvarnir og hollustuhætti, þannig að það er dálítið maus fyrir þá sem vilja gera þetta krúttlega, nokkra daga, að fá leyfið.“

Þetta sagði Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri gænna í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun þar sem hún ræddi málefni leigumiðlana á borð við Airbnb í Reykjavík. Segir hún að í kjölfar lagasetningar sem heimila leigu húsnæðis í 90 daga þá hafi ekki orðið fjölgun á umsóknum um leyfi til að leigja íbúðir eða herbergi. Segir hún það erfitt fyrir fólk með auka herbergi að leigja það út þar sem það þurfi að fá dýr leyfi í ýmsum stöðum, þar á meðal hjá byggingarfulltrúa. Líf segir að það þurfi að hafa eftirlit með Airbnb á Íslandi og það þurfi að ræða:

Við þurfum að hafa eftirlit með þessu. Það er þannig og það hafa tölur sýnt, það eru 900 íbúðir sem hafa bara farið af markaði í Reykjavík og það eru 900 íbúðir sem við þurfum að fá á almenna leigumarkaðinn af því að það er svo margt ungt fólk sem vantar húsnæði,

Mynd/Getty

segir Líf. Hún segir hugmyndina að deilihagkerfinu sem Airbnb byggir á sé góð, en það þurfi fjárhagslega hvata til að hvetja fólk til að leigja íbúðir í langtímaleigu. Nú sé staðan sú að það er hagkvæmara að leigja íbúðina til skamms tíma en í langtímaleigu. Nú sé það sýslumanns að hafa eftirlit með Airbnb, en Líf vill að sveitarfélögin sjái um eftirlitið:

„Það sem London gerði var að gera samninga við Airbnb um að taka leigjendur út sem að voru búnir að nýta þessa 90 daga. Það hefur sýnt sig í London að þá fara þeir bara annað. Og eftirlit kostar, og ég held að sveitarfélögin geti sinnt því á vettvangi sambandsins. Það mætti þá líka hugsa sér að sveitarfélögin hefðu einhverjar heimildir ef þú ferð yfir þessa 90 daga og ert að leigja út húsnæði 2-300 daga á ári að færa þá fasteignagjöldin yfir í atvinnustarfsemi, en það er ekki einföld leið. Við viljum hafa þessar íbúðir í langtíma útleigu.“

Telur hún það ekki einungis hagsmuni íbúa hefur einnig Airbnb að fá ekki óorð á sig, frekar að hjálpa borginni að dafna. Vill Líf stuðla að raunverulegu deilihagkerfi:

Hugsum okkur eldri hjón, börnin eru flutt að heiman og það er laust herbergi eða íbúð í kjallara. Það er raunverulegt deilihagkerfi. En þegar það koma fjársterkir aðilar og kaupa upp heilu stigagangana og byrja að leigja þá út í Airbnb, þá erum við að sjá neikvæðu áhrifin. Það hefur áhrif á hverfin, þau verða einsleit, þú býrð t.d. í stigagangi þar sem allt er leigt upp í Airbnb, frekar fúlt að fá lánaðan sykur, þetta hefur raunverulega áhrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn“

„Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju