Það skal ekki mælt með því að neinn ljúgi.
Sumar lygar eru reyndar svo flóknar eða vandlega úthugsaðar að þær komast aldrei upp.
Það er nóg af þeim. Við erum umkringd slíkum lygum.
Svo eru kjánalegar lygar sem komast upp hérumbil undireins.
Við höfum haft nokkur mjög áberandi dæmi um þetta í vetur.
Til dæmis þegar Tryggvi Jónsson, þáverandi starfsmaður Landsbankans, sagðist ekki hafa komið nálægt Baugi um langt árabil.
Nokkrum dögum síðar hvarf Tryggvi frá Landsbankanum. Það var ekki vegna þess að bankastjórninni þætti óeðlilegt að hann starfaði þar – þvert á móti – heldur vegna þess að upp komst um ósannindi hans í fjölmiðlum.
Nú erum við með svipað dæmi um lögfræðistofuna Logos og störf hennar fyrir Baug. Á föstudaginn fór talsmaður stofunnar á svig við sannleikann. Á mánudegi er þetta rekið ofan í hann í fjölmiðlum.
Spurning hvort einhver láti sér detta í hug að lögmenn hjá Logos geti haldið áfram að vera skiptastjórar í þrotabúi Baugs eftir þetta.
Varla.
Svo er spurning hversu mörg fjöldaframleidd skúffufyrirtæki hafa orðið til á Logos og sambærilegum lögfræðistofum.
Meðal annars til þess –
„að losna við opinbera skráningu á raunverulegum stofnendum félagsins, þar sem stofnendur og núverandi stjórnarmenn eru einu upplýsingarnar sem hlutafélagaskrá birtir“.