Emmanuel Macron er nýr forseti Frakklands. Þetta er ljóst eftir talningu fyrstu atkvæða í Frakklandi. Kjörstaðir lokuðu kl.18 að íslenskum tíma. Skömmu síðar komu fyrstu tölur sem sýndu að Macron var með 65,5% atkvæða. Marine Le Pen mótframbjóðandi hans fékk 34,5% atkvæða og viðurkenndi hún ósigur. Sigurinn er talsvert meiri en skoðanakannanir bentu til, en samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mældist hann með rúmlega 60% fylgi. Kjörsókn í dag var töluvert lægri en í fyrri forsetakosningum í Frakklandi.
Margir höfðu lýst stuðningi yfir Macron, þar á meðal Francois Hollande fráfarandi forseti og Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Nú um helgina varð Macron fyrir áfalli, en tölvuhakkarar brutust inn í tölvu hans og birtu tölvupósta og skjöl, þar á meðal skjöl sem bentu til eigna í aflandseyjum. Talsmenn hans sögðu fölsuð skjöl hafa verið blandað við raunveruleg til að koma á hann höggi.
Le Pen sagði í ávarpi fyrir framan stuðningsmenn sína í París nú fyrir stuttu að hún hefði hringt í Macron og óskað honum til hamingju. Hvatti hún stuðingsmenn sína til áframhaldandi baráttu. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Theresa May forsætisráðherra Bretlands hringdu einnig í Macron og óskað honum til hamingju.
Macron er yngsti Frakklandsforesti sögunnar, 39 ára. Hann er fæddur í Amiens, menntaðiur í stjórnmálafræði og heimspeki, starfaði í fjármálageiranum og varð svo ráðherra í ríkisstjórn Hollande fráfarandi forseta. Hann stofnaði svo sinn eigin flokk, Marche!, sem telja mætti sem miðjuflokk eða vinstri-miðju.