fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Brexit getur veikt stöðu Lundúna sem alþjóðlegrar fjármálamiðstöðvar: Allt að 100.000 störf geta glatast

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. maí 2017 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Útganga Breta úr ESB mun veikja stöðu Lundúna sem einnar mikilvægustu fjármálamiðstöðvar heimsins. Auk þess að vera ein mikilvægasta fjármálamiðstöð heimsins skipta umsvif fjármálafyrirtækja í borginni miklu máli fyrir breskt efnahagslíf. Um ein milljón manna starfar í fjármálageiranum í borginni og tekjurnar nema um 11 prósentum af vergri landsframleiðslu Bretlands. Þetta skilar gríðarlegum tekjum í ríkiskassann.

Margir alþjóðlegir stórbankar, sem starfa í Lundúnum, sögðu fyrir löngu síðan að þeir reikni með að flytja starfsemi sína og stöður til borga í ríkjum sem verða áfram í ESB. Borgir eins og París, Frankfurt og Lúxemborg munu örugglega laða til sín eitthvað af þeirri starfsemi sem nú er í Lundúnum. Fjármálafyrirtækin vilja flytja sig til ESB-ríkja til að tryggja aðgang sinn að innri markaði ESB en allt stefnir í að Bretlandi hafi ekki aðgang að honum frá 2019.

Fjármálahverfið í Lundúnum. Mynd/Getty

Stuart Gulliver, bankastjóri HBSC, sagði í janúar að bankinn undirbúi flutning 1.000 starfa til Parísar og svissneski bankinn UBS hefur tilkynnt að 30 prósent af stöðum bankans í Lundúnum verði fluttar til Frankfurt, það eru 1.500 stöður. Morgan Stanley flytur 1.000 störf frá Lundúnum til Frankfurt.

Hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja í Lundúnum, City UK, áætluðu á síðasta ári, áður en þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit fór fram, að útganga úr ESB gæti þýtt að 70.000 til 100.000 störf myndu glatast í fjármálageiranum í borginni.

Danska ríkisútvarpið segir að óvissan um Brexit viðræðurnar valdi því að fjármálafyrirtæki sniðgangi Lundúni þegar starfsemi þeirra er aukin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út