fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Eyjan

Félag GAMMA gefur neytendum kost á 90% húsnæðislánum

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 3. maí 2017 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Framtíðarinnar.

Framtíðin lánasjóður sem er í eigu GAMMA Capital Management býður nú uppá viðbótarhúsnæðislán sem gerir fólki kleift að taka 90% lán í húsnæði. Lán Framtíðarinnar virkar þannig að ef keypt er 40 milljón króna íbúð getur kaupandi tekið lán hjá annarri lánastofnun og brúað bilið upp í 90% með láni frá Framtíðinni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Framtíðinni.

Mikil eftirspurn er eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Framtíðin hefur frá árinu 2015 veitt námsmönnum framfærslu- og skólagjaldalán og er nú að bæta við sig almennum lánum og húsnæðislánum. Fyrst um sinn verða húsnæðislán Framtíðarinnar viðbótarlán til viðbótar við lán frá lífeyrissjóði eða banka. Almenn lán Framtíðarinnar eru óveðtryggð lán fyrir allt að eina milljón króna.

Allt umsóknar- og afgreiðsluferli hjá Framtíðinni fer fram í gegnum netið. Auk þess verður boðið upp á sérsniðna vexti, sem þýðir að vaxtakjör byggjast á lánshæfismati og veðhlutfalli lántaka. Segir í tilkynningu að slíkt fyrirkomulag sé vel þekkt erlendis og að Framtíðin sé fyrsta félagið hér á landi sem móti starfsemi sína með þessum hætti.

Framtíðin er kvikt fyrirtæki sem getur brugðist hratt við eftirspurn. Við störfum eingöngu á netinu, erum með litla yfirbyggingu og um margt ólík þeim lánastofnunum sem fólk hefur áður fengið að kynnast. Veiting námslána hefur gengið vel hjá Framtíðinni og eru lántakendur almennt ánægðir með þjónustuna. Það liggur því beint við að veita aðrar tegundir lána. Þróunin á lánamörkuðum erlendis er hröð,nýir aðilar eru að festa sig sessi og það er ekki ólíklegt að markaðurinn hér á landi muni þróast í sömu átt. Við teljum að aukin samkeppni sé af hinu góða fyrir neytendur,

segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Framtíðarinnar. Framtíðin lánasjóður hf. er skráð sem lánveitandi hjá Fjármálaeftirlitinu sem heimilar félaginu að veita fasteignalán. Framtíðin er í eigu sjóðs í stýringu hjá GAMMA Capital Management hf. Um er að ræða fagfjárfestasjóð sem er fjármagnaður af fjölbreyttum hópi fagfjárfesta, bæði einstaklingum og stofnanafjárfestum. Næsta skref er svo að bjóða upp á bílalán og svo að gefa út kreditkort.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti