fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Norsk ferðaþjónusta lítur með hrylling til „ástandsins á Íslandi“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 2. maí 2017 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir ferðamenn nú nýverið í göngu að fossinum Glym í Hvalfirði.

Norðmenn endurskoða nú stefnumótun sína í ferðaþjónustumálum og búa sig undir flóðbylgju ferðamanna. Gistinóttum erlendra ferðamanna þar í landi fjölgaði um tíu prósent í fyrra samanborið við árið á undan.

Þrátt fyrir góðan vöxt er arðsemi léleg í norskri ferðaþjónustu. Til dæmis er fjórðungur norskra hótela rekin með tapi.

Nú skal stefnt að því að breyta áherslum þannig að sett verði í forgang að veðja á þá ferðamenn sem skapa bæði sjálfbærni og mesta verðmætasköpun.

Einn helsti sérfræðingur Norðmanna í ferðaþjónustumálum varar við því að norsk ferðaþjónusta þróist yfir í „íslenskt ástand.“ Í norskri ferðaþjónustu er nú talað um Ísland sem víti sem beri að varast. Norðmenn líta með hrylling til Íslands:

Við í ferðaþjónustunni tölum mikið saman okkar á milli um það sem er að gerast á Íslandi. Við verðum fyrir alla muni að sjá til þess að við, sem eitt helsta áfangaland í heimi sem byggir á náttúrudjásnum, lendum ekki í þeirri stöðu að forskot okkar í þeim efnum verði eyðilagt vegna of mikils ágangs [ferðamanna] eða ójafnvægis milli þeirra sem búa í landinu og ferðamannanna. Þá verður ferðaþjónustan að vandamáli í stað þess að auðga,

segir Bente Bratland Holm í samtali við norska viðskiptadagblaðið Dagens Næringsliv. Hún er ferðamálastjóri í atvinnuþróunar- og nýsköpunarfyrirtækinu Innovasjon Norge. Það er í ríkiseigu og hefur mikil umsvif í Noregi, meðal annars varðandi opinbera að komu að málefnum ferðaþjónustu og byggðaþróunar.

Í síðustu viku lagði Bente Bratland Holm fram nýja aðgerðaáætlun Innovasjon Norge í ferðaþjónustumálum til framtíðar. Í þeirri stefnumótun verður lögð meiri áhersla á arðsemi í norskri ferðaþjónustu en nokkru sinni fyrr.

Enn sem komið er þá er þetta einungis í frumdrögum en við kjósum þó nokkra skipulega valkosti. Meðal annars þá hefur Visit Norway [Markaðsstofa ferðamála í Noregi] einbeitt sér að frístundaferðaþjónsustu. Nú ætlum við líka að vinna með markaðssetningu í tenglsum við ráðstefnuhald, menningar- og íþróttaviðburði. Menningin skal verða samfléttaður hluti af vöruþróun og markaðssetningu. Á sama tíma ætlum við að verða besta land í heimi fyrir ferðaþjónustu sem byggir á náttúruupplifunum. Sjálfbærni skal verða grunnur alls þess sem við gerum og við ætlum í auknum mæli að kalla saman alla fag- og rekstraraðila sem mynda norska ferðaþjónustu í heild sinni. Við ætlum líka að verða miklu betri í því að mæla samtímaáhrif markaðsherferða um leið og þær eru framkvæmdar en ekki eftir á.

Norðmenn sjá fram á að erlendum ferðamönnum fjölgi stórlega í landinu á næstu misserum. Bente Bratland Holm upplýsir í frétt Dagens Næringsliv að búið sé að selja 26 prósent fleiri flugmiða til Noregs á fyrsta helmingi þessa árs samanborið við sama tímabil 2016 sem þó var mjög gott ár í þessu samhengi.

Allt bendir til að við fáum að minnsta kosti jafn sterka aukingu í ár og við sáum í fyrra. Sömuleiðis bendir allt til að mikil alþjóðleg aukning verði í fjölda ferðamanna. Af  þessum sökum verðum við einnig að hugleiða hvers konar áskoranir muni mæta okkur ef allt það ferðafólk kemur sem nú stefnir í,

segir Bente Bratland Holm ferðamálastjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út