fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Louisa Matthíasdóttir og horfna Skuggahverfið

Egill Helgason
Mánudaginn 1. maí 2017 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhvern veginn finnst manni líklegt að það verði gríðarleg aðsókn á sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur sem opnaði á Kjarvalsstöðum í gær. Hún er ekki bara afar vinsæll listamaður og myndir hennar búa yfir einstökum þokka, heldur seljast verk hennar líka á hærra verði en flestra íslenskra myndlistarmanna.

Eitt af mótífum Louisu var Skuggahverfið í Reykjavík. Þetta var heldur lítils metið hverfi. Neðst við sjóin stóðu verksmiðjuhús en ofar var íbúðabyggð. Hún var eins og gjarnan í Reykjavík býsna lágreist, húsin voru flest úr timbri, en þau voru máluð í fjölbreyttum litum. Greinilegt er að Louisa hefur hrifist af litadýrðinni. En nú er lítið eftir af Skuggahverfinu gamla, þó lifir nokkuð eftir af því við Hverfisgötuna og Veghúsastíginn.

Þarna þótti ekki fínt að búa heldur, ekki fremur en við Njálsgötuna og Grettisgötuna. Nú eru þær ein helsta prýði bæjarins – um fáar götur er skemmtilegra að ganga, leiti maður að „týpískri“ Reykjavík þá er það á þeim slóðum.

Verksmiðjuhúsunum við Skúlagötuna var rutt burt, Völundi, Sláturfélaginu, Kveldúlfshúsunum. Mér er reyndar sagt að Guðrún Jónsdóttir arktitekt, sem var afar framsýn kona, hafi unnið að skipulagi þar sem gert var ráð fyrir að fella þau með einhverjum hætti inn í nýja byggð. En úr því varð ekki og við sitjum uppi með háhýsin neðst í Skuggahverfinu – það er heldur ekki eins og þetta sé heilleg samfella háhýsa, heldur er yfirbragðið undarlega tætingslegt.

 

Það var Ólafur Stephensen sem setti þessar myndir inn á Facebook. Þarna má sjá sýn Louisu Matthíasdóttur á Skuggahverfið. Á tveimur myndanna má þekkja Völundarhúsin með turninum sem var þekkt kennileiti.

 

Á þessari mynd er horft niður Klapparstíginn og þar sést líka í turninn á Völundi.

 

 

Hér er annað sjónarhorn, en aftur horft yfir Skuggahverfið og út á Sundin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Díegó fundinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“