fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Eyjan

Lögreglubílar loga glatt í Svíaveldi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 1. maí 2017 19:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrra var kveikt í þessum lögreglubíl þegar hann var í útkalli í Östberga-úthverfinu í sunnanverðum Stokkhólmi.

Skemmdir á lögreglubílum er orðin algeng sjón og stórt vandamál í Svíþjóð. Rúður bílanna eru brotnar, stungið er á dekk eða hreinlega kveikt í bílunum.

Bara á síðasta ári voru 87 lögreglubílar í höfuðborginni Stokkhólmi skemmdir eða gereyðilagðir.

Árásir á lögreglubíla í útköllum eru orðnar að vandamáli sem getur truflað stórlega störf lögreglumanna og ógnað öryggi borgaranna. Í stað þess að einbeita sér að því að hjálpa fólki á vettvangi neyðast lögregluþjónar til að standa vörð um bílana til að hindra að þeir séu eyðilagðir.

Sænska ríkissjónvarpið SVT greindi frá þessu í síðustu viku.

Lögreglubíll brennur í ágúst á síðasta ári í Lindängen-hverfinu í suðausturhluta Malmö. Stungið er á dekk bílanna þegar þeir eru í útköllum, rúður brotnar eða hreinlega kveikt í þeim.

Þetta getur verið þannig að við erum í mjög áríðandi útkalli. Þegar fyrsti bíllinn mætir á vettvanginn yfirgefa lögreglumenn ökutækið til að sinna sínum störfum. Svo þegar næsti bíll kemur á staðinn þá uppgötva lögreglumenn að búið er að skemma fyrsta bílinn. Í stað þess að vinna okkar störf neyðumst við til þess að sinna okkar eigin búnaði [bílunum] og þá missum við athyglina frá því að starfa á vettvangi,

segir Hanif Azizi varðstjóri yfir Stokkhólmsúthverfunum Rinkeby, Tensta og Husby.

Þetta er grafalvarlegt og ég lít á þetta sem tilræði við samfélagið í heild sinni.

Það hindrar einnig lögregluna í störfum sínum að þurfa oft að fara krókaleiðir að stöðum þar sem tilkynnt hefur verið um afbrot því setið er fyrir lögreglubílum í útkalli og reynt að skemma þá svo sem með grjótkasti.

Það sem við höfum gert til þessa er að styrkja framrúður lögreglubílanna sérstaklega því þær brotna oftast,

segir Pia Sjunnegård svæðislögreglustjóri við SVT.

Á næsta ári er ætlunin að sænska lögreglan fái til afnota nýja gerð lögreglubíla sem eiga að þola árásir skemmdarverkamanna betur en þeir bílar sem hafa verið notaðir til þessa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Í fangi friðsællar Evrópu

Steinunn Ólína skrifar: Í fangi friðsællar Evrópu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mennta- og barnamálaráðherra sögð grafa undan dómsvaldinu – „Það er ekki aðeins óábyrgt heldur beinlínis hættulegt“

Mennta- og barnamálaráðherra sögð grafa undan dómsvaldinu – „Það er ekki aðeins óábyrgt heldur beinlínis hættulegt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga