fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Eyjan

Borgarfulltrúar telja af og frá að HB Grandi yfirgefi Reykjavík

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 1. maí 2017 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skuttogarinn Engey RE sem HB Grandi lét nýverið smíða í Tyrklandi. Skipið liggur nú í Akraneshöfn þar sem verið er að setja um borð í það tækjabúnað frá Skaginn3X áður en haldið verður til veiða.

Svo er að sjá sem það sé algerlega í gadda slegið af hálfu borgarfulltrúa í Reykjavík að höfuðborgin verði áfram ein helsta útvegshöfn landsins. Það sé ekki pólitískur vilji fyrir hendi af þeirra hálfu að HB Grandi flytji starfsemi sína af Norðurgarði á Granda upp á Akranes. Nú þegar aðeins ár er til næstu sveitarstjórnarkosninga virðast þau staðráðnari en nokkru sinni fyrr í að verja reykvískan sjávarútveg og tryggja að HB Grandi fari hvergi.

Tónninn var sleginn í ræðu sem Björn Blöndal formaður borgarráðs og varaformaður stjórnar Faxaflóahafna flutti þegar togarinn Engey var formlega skírð í Reykjavíkurhöfn 7. apríl.

Það er stefnan í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar að verja  hér hafnsækna starfsemi á Grandanum og ég afhenti Vilhjálmi forstjóra hina ágætu bók Aðalskipulag Reykjavíkur til 2030 áðan. Þar er þetta mjög skýrt. Sjávarútvegurinn er órjúfanlega tengdur Reykjavíkurborg,

sagði Björn í ræðu sinni að því er segir á sjávarútvegsvefnum kvotinn.is. Hann bætti svo við:

Það er Reykjavíkurborg mjög mikilvægt að hér sé rekinn öflugur sjávarútvegur. Reykjavík er nefnilega hafnarborg. Þróunin hér á Grandanum er skemmtileg. Hér hefur fjölbreytnin aukist mjög, en það er engu að síður þannig að mjög mikilvægt er að taka frá og halda rými fyrir sjávarútveginn, svo ekki verði þrengt að sjávarútvegsstarfseminni hér á svæðinu, á Grandanum. Hins vegar fer þessi starfsemi mjög vel með þeirri þróun sem hefur orðið í aukningu á fjölbreyttu lífi sem hefur skapast hérna. Hér er þjónustan orðin fjölbreytt og hér eru veitingahús og fleira sem er aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður Faxaflóahafna hefur tekið í svipaða strengi í sínum málflutningi í fjölmiðlum. Hann sagði í frétt í Fréttablaðinu sl. mánudag ekki óttast að HB Grandi færi upp á Akranes.

Það er mjög mikilvægt að hafnsækin starfsemi verði áfram í borginni.

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum vísar því í bug í sömu grein í Fréttablaðinu að hugsanleg uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi feli í sér brotthvarf HB Granda frá borginni.

Við gætum séð ný fyrirtæki nýta sér höfnina á Akranesi. Ég legg mikla áherslu á að HB Grandi verði enn með starfsemi í Reykjavík,

sagði Marta meðal annars.

Birtist í landshlutafréttablaðinu Vesturlandi:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða