fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Eyjan

Donald Trump segir líkur á „miklum átökum“ við Norður-Kóreu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. apríl 2017 06:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir líkur á „miklum, miklum átökum“ við Norður-Kóreu. Hann segist helst vilja leysa málið (Norður-Kóreu vandamálið) með samningum en það sé mjög erfitt. Því séu líkur á að á endanum komi til mikilla átaka Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þetta sagði Trump í gær í viðtali við Reuters fréttastofuna. Kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu eru ein stærstu málin sem stjórn Trump stendur frammi fyrir en sumir sérfræðingar telja að Norður-Kórea verði í stakk búin til að skjóta langdrægum kjarnorkueldflaugum á Bandaríkin eftir þrjú ár.

Í viðtalinu hældi Trump forseta Kína, Xi Jinping, en þeir funduðu í Flórída fyrr í mánuðinum og hafa ræðst við í síma eftir það. Trump sagðist telja að Jinping legði mjög hart að sér til að fá stjórnvöld í Norður-Kóreu ofan af því að standa í tilraunum með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar. Trump sagði Jinping vera góðan mann og að þeir hafi kynnst vel. Forsetinn vilji örugglega ekki að til stríðs komi í Kóreu.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Kínverjar hafi varað stjórnvöld í Norður-Kóreu við og sagt þeim að Kína muni taka upp sínar eigin refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu ef Norður-Kórea sprengi enn eina kjarnorkusprengju. Þetta sagði hann í samtali við Fox News. Þetta bendir til að Kínverjar séu að herða afstöðu sína og framgöngu gagnvart nágrönnum sínum og bandamönnum í Norður-Kóreu. Kínversk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um þetta.

Kínverjar bönnuðu innflutning á kolum frá Norður-Kóreu í febrúar og fregnir hafa borist af því að þeir hafi einnig lokað fyrir olíusölu til Norður-Kóreu, þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar.

Tillerson sagði í samtali við Fox News að Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, væri ekki galinn. Hann væri kannski miskunarlaus og jafnvel morðingi og sumir myndu jafnvel segja hann vera óraunsæjan en galinn væri hann ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Nýr framkvæmdastjóri sölusviðs hjá BM Vallá

Nýr framkvæmdastjóri sölusviðs hjá BM Vallá
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar svarar fyrir atvik frá 2019: „Ég tengi bara rosa lítið við þessa frásögn“

Einar svarar fyrir atvik frá 2019: „Ég tengi bara rosa lítið við þessa frásögn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún: Án trausts er lýðræðið í hættu – stöndum vel í alþjóðlegum samanburði

Þórdís Kolbrún: Án trausts er lýðræðið í hættu – stöndum vel í alþjóðlegum samanburði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bjarni svarar fyrir „leið Bjarna“ í máli ÍL-sjóðs – „Í tilefni af einkennilegum fullyrðingum“

Bjarni svarar fyrir „leið Bjarna“ í máli ÍL-sjóðs – „Í tilefni af einkennilegum fullyrðingum“